Einfaldir og fljótlegir eftirréttir á aðventunni

Eftirréttir
-Samstarf-

Margir eru önnum kafnir við vinnu og að sinna hinum daglegu verkum og mega því kannski ekki vera að því að sýsla of mikið í jólaundirbúningnum.

Því er það algjör snilld að það séu komnir á markað eftirréttir, sem þarf ekki nema eitt til tvö hráefni í og tekur akkurat enga stund að gera.

Það sem meira er, að þeir smakkast fullkomlega og væri vel hægt að gabba gesti að þeir séu gerðir alveg frá grunni.

Leiðbeiningarnar á pökkunum eru á íslensku og því ættu allir að geta gert eftiréttina.

Það er mjög sniðugt að eiga svona pakka inn í skáp ef stálpuðum börnum langar að gera sér gott á aðventunni eftir skóla, eða til að eiga ef að óvænta gesti ber að garði.

Í boði eru þrjár tegundir eftirrétta; súkkulaðimús, súkkulaðikaka með mjúkri miðju og Créme Brulée.

Súkkulaði kaka með mjúkri miðju

Þessi súkkulaði kaka er ómótstæðilega góð. Mér hefur alltaf þótt svona kökur með mjúkri miðju svo góðar með ís eða rjóma.

Í þessari köku er notast við belgískt súkkulaði en maður sér glitta í alvöru dökkt súkkulaði í blöndunni, sem bráðnar svo í ofninum og lekur úr kökunni þegar skorið er í hana.

Namm !!

Aðferð

 1. Stillið ofninn á 200 C°
 2. Setjið duftið í skál og blandið út í það 2 eggjum og 1 dl af olíu
 3. Hellið blöndunni í 6 lítil mót
 4. Bakið í 8-10 mínútur

Créme Brulée

Þessi er í algjöru uppáhaldi hjá mér en það er bara eitthvað við Créme Brulée sem ég algjörlega elska.

Vanillurjómabragð og stökkur sykurinn ofan á getur bara ekki klikkað.

Aðferð

 1. Setjið í pott yfir meðalhita 3 dl mjólk og 3 dl af rjóma og hellið duftinu út í
 2. Hitið þar til fer að sjóða og hellið þá í 6 lítil mót
 3. Geymið í kæli þar til blandan hefur stífnað
 4. Setjið nú 1 tsk af karamellusykrinum sem fylgir með pakkanum yfir hvert form 5 mínútum áður en borið er fram
 5. Sykurinn verður sjálfkrafa stökkur og ekki þarf að brenna hann
 6. Fyrir þá sem langar að hafa sykurinn meira brendann, en eiga ekki brennara, er líka hægt að setja forminn undir grillið í ofninum í örlitla stund og áhrifin verða þau sömu og með brennara. Þarf samt ekki að gera það með þennan eftirrétt frekar en vill

Það eina sem þarf er að setja rjóma og mjólk við duftið og Voila.

Súkkulaðimús

Þessi hér er langauðveldastur af eftirréttarfjölskyldunni. Það þýðir samt ekki að hann sé eitthvað síðri.

Fyrir þá sem elska súkkulaðimús þá er þessi afskaplega góð með þeyttum rjóma og jafnvel karamelluíssósu ofan á rjómann.

Aðferð

 1. Hellið duftinu í skál
 2. Hellið svo 3 dl af mjólk saman við (ég notaði samt rjóma) og þeytið í 5 mínútur
 3. Berið fram í fallegum glösum og gott er að hafa rjóma með og jafnvel fersk ber

Gyllt grænt, súkkulaði og rautt eru bara jólin 

Þar sem aðventan er á næsta leyti ætla ég í samstarfi við Nettó og Toro á Íslandi að vera með gjafaleik inn á paz.is facebook síðunni.

Þar er hægt að vinna glæsilegan gjafapoka sem inniheldur alla eftirréttina frá Toro, servíettur, 4 eftirréttarform og brennara.

Ekki klikka á að taka þátt en leikreglurnar eru afar einfaldar. Leikurinn hefst í dag 29 nóvember og verður vinningshafinn dregin út þann fyrsta í aðventu eða 2 desember.

Eftirréttina er hægt að fá í Nettó og Fjarðarkaupum

Knús

María 

 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest