-Samstarf-
Ég elska að eiga eitthvað orkuríkt, hollt og sætt í kælir eða frystir til að taka út þegar sætindaþörfin herjar á.
Hér er um að ræða geggjuð orkustykki sem eru í senn prótein og trefjarík, með hollri fitu sem mettar í langan tíma.
Hver kannast ekki við Weetabix ? Ég man ég sá það fyrst um 10 ára aldurinn en það var alltaf haft í morgunmat heima hjá hálfspænskri vinkonu minni.
Ég man mér fannst þetta morgunkorn afar athyglisvert, og bað mömmu um að kaupa það handa mér.
Alla tíð síðan þá hefur Weetabix verið til á mínu heimili. Úrvalið hefur aukist til muna en nú er m.a hægt að fá prótenbætt Weetabix.
Ég ákvað einmitt að nota það í þessi góðu og hollu orkustykki og því má segja að enginn þurfi að hafa samviskubit á að fá sér eins og eitt stykki í morgunmat.
Það er mikilvægt að morgunverðurinn sé trefjaríkur, því þá gefur hann þér endingargóða orku og þú freistast síður af aukabitum á milli mála.
Weetabix Protein er heilkorna, próteinríkt, trefjaríkt, fitusnautt og inniheldur lítinn sykur og lítið salt. Í 100 g.af Weetabix Protein eru 19 g. af próteini, 9,6 g. af trefjum og aðeins 4,8 g.af sykri.
Ég notaði bara döðlur og hunang til að gera þau sæt, svo það er enginn viðbættur sykur í þeim. Því eru þau tilvalin millibiti líka eða nesti.
Það tekur ekki nema 10 mínútur að útbúa þessi stykki og ég lofa þau eru svo góð og koma alveg í veg fyrir frekari sætindaþörf.
Eins og áður sagði er Weetabix fjölskyldan búin að stækka en fyrir utan hefðbundið og próteinbætt weetabix má einnig finna Weetabix mini kökur með súkkulaði og Weetaflakes flögur.
Hráefni
- 170 gr döðlur (Ég notaði lífrænt ræktaðar en þær eru oft ögn mýkri)
- 75 gr sólblómafræ
- 45 gr kókósmjöl
- 30 gr chiafræ
- 25 gr dökkt kakó
- 2 msk hunang
- 4 msk vatn
- 90 gr eða c.a 4 kökur af Weetabix Protein
- 1/2 tsk gróft salt + smá auka til að sáldra yfir súkkulaðið
- 80-100 gr 70-85 % dökkt súkkulaði
Aðferð
- Byrjið á að klippa döðlurnar smátt niður í skál og hella sjóðandi vatni yfir þær og setjið álpappír yfir meðan hitt er útbúið
- Setjið svo rest af innihaldsefnum í matvinnsluvél nema dökka súkkulaðið
- Setjið döðlurnar síðast en hellið vatninu af þeim nema haldið eftir 4 msk og setjið með út í matvinnsluvélina
- Maukið allt saman þar til verður að klístruðum massa, mér finnst gott að setja pulse á í restina en ekki mauka samt allt of mikið, bara þannig að það klístrist saman milli fingrana
- Þjappið svo í botninn á eldföstu móti með smjörpappa í og bræðið súkulaðið yfir vatnsbaði helst, en það má líka setja það í örbylgjuofn á meðalkraft í 30 sekúndur í senn þar til er alveg bráðið
- Hellið súkkulaðinu svo yfir botninn í eldfasta mótinu og sáldrið ögn af grófu salti yfir, setjið í kælir þar til súkkulaðið hefur stífnað alveg
- Skerið svo niður í 14 bita og geymið í kælir eða frystir en gott er þá að láta þau standa í 10 mínútur áður en þau eru borin fram
Mjög einfalt, verði ykkur að góðu
María