Pizzu eðla með snakkinu

höf: maria

-Samstarf-

Það þekkja allir hina hefðbundnu eðlu, þessa sem maður borðar með Nachos.

Þessi eðla hins vegar sameinar allt okkar uppáhald, pizzu og snakk !! Það er ekki hægt að biðja um meira.

Eðluna er afar einfalt að gera og guð hvað hún er djúsí og góð, löðrandi í osti og pepperóní.

Að dýfa svo uppáhalds snakkinu ofan í er það besta, bragðmikið og afar gott. Mitt uppáhald er Maarud með salti og pipar.

Hér er í raun sama aðferð notuð og í hefðbundna eðlu, bara pizzasósa í stað salsa sósu og mun meiri ostur og pepperóni.

Pizzu eðla með snakkinu

-Samstarf- Það þekkja allir hina hefðbundnu eðlu, þessa sem maður borðar með Nachos. Þessi eðla hins vegar sameinar allt okkar uppáhald, pizzu… Lítið og létt Pizzu eðla með snakkinu European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 200 gr Philadelphia Original
  • 150 gr Hunts pizzasósa 
  • 200 gr rifinn Mozzarella ostur 
  • 10 gr rifinn parmesan ostur 
  • paprikuduft 
  • þurrkað oregano
  • 35-60 gr pepperóni 

Aðferð

  1. Smyrjið rjómaosti í botninn á eldföstu móti 
  2. Setjið svo pizzasósuna yfir allt 
  3. Dreifið svo rifna ostinum yfir ásamt parmesan ostinum 
  4. Kryddið með paprikudufti og oregano 
  5. Setjið svo pepperoni yfir að lokum en það má líka klippa það í ræmur 
  6. Hitið svo í ofni í 15-20 mínútur á 200 C°blæstri 
  7. Veiðið upp með uppáhalds snakkinu ykkar 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here