Langar þig í ferðalag á framandi slóðir kaffiheimsins ?

höf: maria

Þá er Kaffiklúbburinn eitthvað fyrir þig. Þessi skemmtilegi klúbbur samanstendur af kaffiáhugafólki, sem elskar að gæða sér á besta kaffi í heimi sem völ er á hverju sinni. Það þarf ekkert fyrir þessu að hafa.

Það eina sem þarf að gera er að skrá sig í klúbbinn og gerast meðlimur inn á www.kaffiklúbburinn.isGæðakaffi, sérvalið af 6 manna teymi kaffiáhugafólks, er valið í hverjum mánuði og sent á meðlimi kaffiklúbsins beint inn um lúguna.

Gerð er  blind smökkun og það kaffi valið sem teymið elskar hvað mest hverju sinni. Þetta gerir meðlimum Kaffiklúbbsins kleift að upplifa allt það besta sem kaffiheimurinn hefur upp á að bjóða. Kaffið kemur ávalt nýristað og nýmalað inn um lúguna, en einnig er í boði að fá það ómalað.

Frí heimsending með nýrri tegund af kaffi í hverjum mánuði ásamt fróðleik um kaffið á 1990 kr á mánuði. Algjör draumur kaffiunnenda og skemmtilegt um leið.

Einnig heldur Kaffiklúbburinn úti skemmtilegu bloggi þar sem lesa sér má til um ýmislegt varðandi kaffi, og gefin eru góð ráð. Bloggið má sjá hér

Mér finnst þetta svo ótrúlega skemmtilegt concept að ég bara varð að fá að deila þessu með ykkur. Ég hvet ykkur eindregið til að skrá ykkur í klúbbinn ef ykkur langar í gott og sérvalið kaffi.

Þangað til næst

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd