Kleinurnar sem Garðbæingar elska

höf: maria

Fyrir 10 árum síðan var Gabríela dótttir mín að safna sér fyrir keppnisferð í Fit kid til Ungverjalands. Í stað þess að selja klósettpappír tókum við á það ráð að baka kleinur og selja.

Salan gékk svona glimrandi vel að hún safnaði ekki bara fyrir keppnisferðinni heldur einnig fyrir æfingarbúðum sem voru seinna það sumarið í Ungverjalandi.

Ástæðan var kleinurnar sem fólk gjörsamlega elskaði, nánar tilgetið Garðbæingar en þar bjuggum við og seldum kleinurnar.

Við höfðum þann háttinn á að steikja þær á laugardags og sunnudagsmorgnum og svo fór hún í góðum félagsskap með heitar nýbakaðar kleinur til að selja.

Þær voru orðnar svo þekktar í hverfinu að sömu aðilarnir keyptu af henni aftur og aftur og voru svo glaðir að sjá hana svona um helgar með nýsteiktar kleinur.

Efniskostnaður í kleinur er ekki mikill og úr þessari uppskrift fæst ógrynni af kleinum og mæli ég með að þið setjið þær nokkrar saman í litla poka og stingið í frysti þegar þær hafa örlítið kólnað.

Þannig getið þið átt kleinur í frysti sem verða áfram eins og nýsteiktar þegar þær hafa þiðnað. Stökkar eins og kex að utan og silkimjúkar inn í.

Alveg eins og kleinur eiga að vera !!!

Ef þið elskið nýsteiktar Ikea kleinur þá munuð þið elska þessar enn meira. Ég get líka lofað ykkur því að kleinur eru ekki eins erfiðar í bakstri og margir halda.

Þær þurfa ekki að hefast né neitt vesen en ég veit að margir eru hræddir við steikinguna eða halda að það þurfi sérstakan pott og tól til þess að steikja þær.

Það er alveg fjarri lagi og það þarf í raun ekkert nema bara góðan víðan pott eða djúpa pönnu með þykkum botni, ég notaði Wok pönnu með þykkum botni og svo töng.

Þessi uppskrift er mjög stór og úr verða margar margar kleinur. Þið getið helmingað hana ef þið viljið en það er einnig hægt að geyma deigið í kæli og steikja síðar, jafnvel frysta það til síðari nota.

Kleinurnar sem Garðbæingar elska

Fyrir 10 árum síðan var Gabríela dótttir mín að safna sér fyrir keppnisferð í Fit kid til Ungverjalands. Í stað þess að… Bakstur Kleinurnar sem Garðbæingar elska European Prenta
Serves: Alveg helling Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 kg hveiti 
  • 250 gr sykur 
  • 100 gr Ljóma smjörlíki mjúkt
  • 2 egg 
  • 10 tsk lyftiduft 
  • 1,5 tsk hjartarsalt 
  • 2 tsk kardimommur í duftformi eða 2 tsk kardimommudropa  (ekki sleppa) 
  • 2 tsk vanilludropar (alls ekki sleppa)
  • 2,5 dl mjólk 
  • 2,5 dl súrmjólk 
  • 2 kubbar palminfeiti (ekki nota olíu, notið bara palminfeiti því þær eru laaaaaangbestar þannig. Ekki auglýsing)

Aðferð

  1. Ef þið kunnið ekki að skera út kleinur þá er ég með highlight í story á instagram hvernig á að skera þær undir kleinubakstur. Getið farið inn hér
  2. Byrjið á að setja öll þurrefnin saman í hrærivélarskál og hrærið þeim létt saman
  3. Setjið svo egg, mjólk, súrmjólk, mjúkt smjörlíkið og vanilludropa út í. Ef þið hafið ekki verið búin að mýkja smjörið er í lagi að setja það eins og í 20 sek í örbylgju. Ekki bræða það, bara mýkja
  4. Hnoðið allt vel saman og setjið svo hveiti á borð og hnoðið áfram þar til hættir að klístrast. Bætið við hveiti eftir þörf og skerið svo út í kleinur 
  5. Bræðið einn kubb til að byrja með af palmínfeiti, getið svo sett hinn út í þegar farið er að minnka í pottinum
  6. Gott er að prófa hvort feitin er orðin heit með því að setja smá deig útí. Ef það fellur á botninn og liggur þar er hún ekki nógu heit en ef það flýtur upp hratt með fullt af loftbólum í kring þá er hún tilbúin
  7. Steikjið eins og 4 kleinur í einu og passið að þær verði ekki of brúnar, myndi taka þær úr feitinni þegar þær eru aðeins ljósari en hefðbundinn kleinulitur því þær halda áfram að dekkjast eftir að þær eru komnar upp úr olíunni
  8. Leggjið þær á bökunarplötu sem er þakin í eldhúspappa svo umframfitan leki í pappann

Punktar

Þessi uppskrift er stór en hægt er að gera hálfa uppskrift eða jafnvel frysta hinn helmingin af deiginu til að gera kleinur síðar. Hér þarf ekki að hafa nein sérstök tól nema bara djúpa pönnu eða pott með þykkum botni og töng. Ég get líka lofað ykkur því að húsið verður ekki allt í steikingarbrælu heldur ilmar það af góðum kleinubakstri, hafið bara vel opin glugga í eldhúsinu.

Verði ykkur að góðu og endilega fylgið mér á Instagram

Knús

María

6 Athugasemdir
17

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

6 Athugasemdir

Halldóra April 4, 2020 - 3:10 pm

Er það virkilega rétt að það séu 10 teskeiðar lyftiduft í kleinunum, á þetta ekki að vera 1 tsk?

Svara
maria April 4, 2020 - 10:25 pm

hæ hæ

Nei þetta er alveg dagsatt 10 tsk hahah 🙂

Svara
Hugrún October 8, 2020 - 8:42 pm

Hæ heyrðu ég bý erlendis og held að það sé ekki hægt að fá hjartarsalt hér. Get ég notað eitthvað annað í staðinn? Matarsóda eða eitthvað álíka?

Svara
maria October 12, 2020 - 10:36 am

ohhh það var ein í Ameríku sem sendi mér hvað hún notaði í staðinn en ég get engan veginn munað hvað það var, ég myndi bara prófa að nota matarsóda í staðinn og sjá hvernig það kemur út 🙂

Svara
David Hill December 9, 2020 - 9:01 pm

Hjartarsalt er kallað Baker’s Ammonia (Ammonium Carbonate) hérna í Ameríku. Það er stundum líka kallað “hartshorn” en það er sjaldgæfara.

Svara
maria December 10, 2020 - 4:36 pm

Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar, hef fengið margar fyrirspurnir um þetta og nú veit ég hverju á að svara 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here