Fullkomið hádegis combó á 10 mínútum sem þú munt elska

höf: maria

Hér er ein afar einföld og góð uppskrift sem hægt er að gæða sér á þegar maður hefur lítinn tíma eða í hádeginu. Þetta Combó hefur fylgt mér núna í um 10 ár og hef ég smitað ansi marga af því.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5243-683x1024.jpg

Grænt boost sem bragðast eins og besta sítrónukrap og flatkökur með reyktri kjúklingaskinku, osti og avókadó. Þið munuð ekki trúa því hversu einfalt og gott þetta er en ég mæli með því að hafa þetta saman.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5254-690x1024.jpg

Ef þetta er neytt saman þá verður máltíðin 100x betri og er þetta eitthvað sem mínir fjölskyldumeðlimir eru alltaf jafnhrifnir af svo ég tali nú ekki um einfaldleikann.

Uppskriftina af boostinu finnið þið hér. Boostið er alveg geggjað en það verður að setja allt í það sem á að vera ! Alls ekki sleppa engiferrótinni því hún gerir þetta svona ferskt og gefur sítrónukeiminn.

Þessi máltið er ekki bara góð heldur líka mjög holl svo enginn ætti að hafa samviskubit yfir því að setja þetta kröftuga og ofurgóða combó í kroppinn.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5247-626x1024.jpg

Fullkomið hádegis combó á 10 mínútum sem þú munt elska

Hér er ein afar einföld og góð uppskrift sem hægt er að gæða sér á þegar maður hefur lítinn tíma eða í… Lítið og létt Fullkomið hádegis combó á 10 mínútum sem þú munt elska European Prenta
Serves: 2 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Boost fyrir 2 

  • 1 frosin banani
  • 2 bolla frosið mango
  • 5 cm bút af engiferrót
  • 1 bolli spínat
  • Blandaðan ávaxtasafa eða eplasafa (mér hefur fundist Del Monte Multivit safinn sem fæst í Bónus bestur)

Flatkökusamloka fyrir 2 

  • 4 stórar ostasneiðar úr boxi (8 ef þið skerið sjálf brauðostinn)
  • 4 sneiðar af kjúklingaskinku léttreyktri (langbest að nota þessa skinku)
  • 4 flatkökur
  • 2 lítil avókadó 

Aðferð

Boost

  1. Allir ávextir og grænmeti sett í blandara.
  2. Síðan er safa hellt yfir (safinn á að ná jafn langt upp og ávextirnir ná)
  3. Allt þeytt saman þar til orðið kekkjalaust og vel grænt að lit.

Flatkökusamloka 

  1. Setjið kjúklingaskinkuna beint á pönnuna og setjið ostinn ofan á þar til hann er bráðnaður (ekki hafa mesta hitann á hellunni bara miðlungs)
  2. Takið þá af pönnuni og leggið til hliðar meðan flatkökurnar eru hitaðar á pönnuni báðum megin
  3. Takið nú ostaskinkuna og setjið ofan á sitthvora flatkökuna (tvær sneiðar á hverja) og leyfið að hitna smá
  4. Setjið svo avókadó ofan á og lokið með því að setja aðra flatköku ofan á 
  5. Berið svo fram með boostinu góða en það er algjör skylda að hafa það með

 

 

Punktar

Mér finnst oft gott að frysta allt sem fer í boostið eins og banana og eins á ég alltaf frosið spínat til að henda í boost. Mangóðið kaupi ég frosið. Alls ekki sleppa engiferinu en mér hefur fundist Del Monte Multivit safinn sem fæst í Bónus bestur í boostið en hann er líka sykurskertur. Ef banani og spínat er ekki frosið þá er það líka í lagi bara eins lengi og mangóið er það.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here