Geggjaðir Twix hrástykkis fingur

höf: maria

Ef ykkur fannst snickerskakan góða góð, þá eigið þið eftir að elska þessa líka. Hér er á ferðinni Twix hrákökufingur, sem ég gerði í tilefni af því að Mogginn var að gefa út hollustublað. Ég var svo heppin að fá vera með í því frábæra blaði.

Mér finnst afar gaman að gera hrákökur í alls kyns útfærslum og eru þær nokkrar sem eru komnar hér inn á bloggið. Eins og oftast með hrákökur þá eru þessir Twix fingur  afar einfaldir að gera og smakkast dásamlega vel.

Ekki skemmir fyrir að þeir gefa mikla orku og eru bráðhollir líka. Þú þarft samt ekki að vera vegan eða grænmetisæta til að elska þessa uppskrift.

Líkt og með snickerskökuna þá er þessi uppskrift eitthvað sem allir sælkerar ættu að geta elskað. Það sem best er, er að þeir sem eru ekki góðir í bakstri, ættu að geta gert hrákökur.

Með hrákökur skiptir ekki máli þó þú farir ekki 100 % eftir uppskriftinni.  Best er þó að reyna að gera hana sem nákvæmasta.

Ég held að engin ætti að verða vosnvikin af þessari uppskrift. Ég geri stundum líka bara venjulega hráköku úr henni en þá set ég hana í mót og sleppi því að skera hana í stykki.

Geggjaðir Twix hrástykkis fingur

Ef ykkur fannst snickerskakan góða góð, þá eigið þið eftir að elska þessa líka. Hér er á ferðinni Twix hrákökufingur, sem ég… Bakstur Geggjaðir Twix hrástykkis fingur European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Kexbotn

  • 2 bollar/170gr Möndlumjöl
  • 1/2 bolli/70g Brasilíuhnetur
  • 1/2 bolli /40gr Pekan Hnetur
  • 3 msk Agave Síróp
  • 3 Msk kókósolía
  • 1 msk Tahini
  • Klípa af grófu salti

Karamella

  • 2 bollar/340gr Mjúkar döðlur(helst Medjool)
  • 2 msk kókósolía (brædd)
  • 1 bolli Möndlumjólk
  • 1 tsk Vanilluduft
  • 1/2  tsk gróft salt
  • 5 dropar stevia með English toffie bragði

Súkkulaði ofan á

  • 1 bolli dökkt bökunarkakó
  • 1 bolli kókósolía (brædd)
  • ½ bolli agavesíróp eða hlynsíróp

Aðferð

kexbotn

  1. Setjið hnetur í blandara og malið smátt. Bræðið olíuna undir vatni í krukku.
  2. Bætið við restinni úr uppskrift af botni og malið allt saman í blandara þar til verður frekar klístrað og þétt (en ekki samt að massa).
  3. Setjið í eldfast mót með smjörpappa ofan í sem nær upp á hliðarnar líka (til að geta kippt þeim upp úr)
  4. Sett í frysti meðan karamella er búin til

Karamella

  1. Setjið allt saman í blandara
  2. mixið í eins og 1 mínútur þar til er orðin til brún þykk falleg karamella. Smakkið til og bætið við salti ef þið viljið hafa hana salta
  3. mixið aftur og ef hún er of þykk bætið þá við ögn af vatni smátt og smátt, 1 tsk í einu þar til hún er orðin þykk en í senn mjúk (má ekki leka)
  4. Takið nú botninn úr frysti og smyrjið karamellu laginu ofan á.
  5. Sett aftur í frysti í um 3 klst.

Súkkulaði

  1. Bræðið kókósolíu undir vatnsbaði
  2. Blandið næst öllu saman og hrærið í skál með gaffli þar til orðið alveg silkimjúkt og kekklaust
  3. Takið botn og karamellu úr frysti og skerið í litla fingur eða lítil súkkulaðistykki.
  4. Hellið súkkulaðinu yfir og það mun harðna strax, mér finnst líka æði að setja gróft salt hér yfir í litlu magni.
  5. Geymið stykkin alltaf í frysti en gott er að taka þau úr frysti eins og 10 mínútum áður en þeirra er neytt. Namm súpergott !!

Punktar

Með hrákökur skiptir ekki máli þó þú farir ekki 100 % eftir uppskriftinni.  Best er þó að reyna að gera hana sem nákvæmasta.

Verði ykkur að góður kæru lesendur

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here