Crema Catalana með Nespresso kaffi

höf: maria

-Samstarf-

Crema Catalana er hið spænska Creme Brulee. Dásamlegur silkimjúkur búðingur með brenndum sykri ofan á líkt og á hinum franska eftirrétt Creme Brulee.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5603-683x1024.jpg

Hver er munurinn ?

Helsti munurinn er sá að í Crema Catalana er ekki notaður rjómi heldur egg og mjólk, auk þess að þar er angan af kanil, sítrónu og appelsínu, sem er ekki notað í hið franska Creme Brulee.

Auk þess er mun einfaldara að gera Crema Catalana en það tekur einungis 10 mínútur og er það soðið í potti og svo kælt í 3 klst, áður en sykurinn er brenndur ofan á.

Ég ákvað að setja smá twist á þetta Crema Catalana og setja út í það kaffiduft beint úr Nespresso hylki. Hugmyndina fékk ég út frá þessum geggjuðu kaffikökum hér sem ég gerði um daginn.

Nýtt kaffi frá Nesspresso !

Það voru að lenda 3 glænýjar tegundir af kaffi sem er hver annarri betri frá Nespresso ! Cocoa Truffle, Caramel Creme Brulee og Vanilla Eclair. Og guð minn góður hvað þau eru góð.

Ég myndi hafa hraðar hendur ef þið ætlið að næla ykkur í þetta nýja kaffi því það selst eins og heitar lummur en þið getið pantað það hér og fengið það sent beint heim að dyrum. Þvílíka snilldin.

Auðveldara en það sýnist

Crema Catalana er afar einfalt að gera og þið þurfið ekki að eiga brennara til að geta gert þennan dásamlega eftirrétt, en hægt er að setja hann með sykrinum á undir grillið í ofninum og brenna sykurinn þannig.

En það er einnig hægt að kaupa sér brennara í matvöruverslunum á bilinu 2000-3000 kr en ég mæli eindregið með því að eiga einn slíkan.

Best er að nota venjulega strásykur sem er frekar fínmalaður og setja svoldið vel af honum yfir til að fá þykka og harða sykurhúð ofan á.

Ég notaði auðvitað Creme Brulee kaffið frá Nespresso til að setja í Crema Catalana og mikið heppnaðist það glimmrandi vel. Svo mæli ég með góðum kaffibolla með og annað hvort jarðaberja sorbet eða rjómaslettu með út á búðinginn.

Ef þið viljið gera búðinginn fyrir börn getið þið skipt honum í tvennt og sett kaffi bara í annan helminginn og haft hinn helminginn hefðbundinn fyrir börnin.

A beber y a tragar, que el mundo se va a acabar eða á góðri íslensku snæðið, drekkið og verið glöð, engin veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér

Spænskt máltæki

Crema Catalana með Nespresso kaffi

-Samstarf- Crema Catalana er hið spænska Creme Brulee. Dásamlegur silkimjúkur búðingur með brenndum sykri ofan á líkt og á hinum franska eftirrétt… Eftirréttir Crema Catalana með Nespresso kaffi European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 2 bollar mjólk 480 ml eða 515 gr
  • Smá lengja af appelsínuberki (c.a 6-7 cm) ekki raspaður heldur heill
  • smá bútur af sítrónuberki  (c.a 4 cm) ekki raspaður heldur heill
  • 1 kanilstöng
  • 1 tsk vanilluextract eða vanilludropar
  • 4 eggjarauður 
  • 90 gr sykur 
  • 1 msk maizenamjöl eða kartöflumjöl
  • 2 tsk c.a 1/2 hylki af Nespresso kaffi með Creme Brulee bragðinu
  • Auka sykur til að setja ofan á og brenna

Aðferð

  1. Byrjið á að setja mjólk, vanillu, börkin ásamt kanilstönginni í pott og hitið yfir vægum hita þar til byrjar að sjóða
  2. Á meðan er gott að þeyta saman sykur, eggjarauður og maizena eða kartöflumjölið þar til orðið létt og ljóst 
  3. Takið næst pottinn af hellunni og byrjið að hella eggjablöndunni í mjórri bunu út í pottinn og hrærið stöðugt og hratt í með písk á meðan þar til allt er vel blandað saman
  4. Setjið aftur á heita hellu og látið byrja að sjóða yfir vægum hita meðan þið hrærið stöðugt í, í smástund meðan blandan er að þykkna
  5. Þegar hún er orðin þykk takið þá af hellunni og kælið eins og í 5 mínútur og setjið þá kaffið útí og hrærið vel (sleppið kaffinu fyrir börnin samt)
  6. Hellið svo í 4 grunnar skálar c.a 11-12 cm í þvermál eða eldföst mót með sama ummáli. Ef þið ætlið að setja undir grillið er betra að þau þoli smá hita en skiptir ekki ef þið eruð með brennara
  7. Kælið í lágmark 3 tíma og þegar þið ætlið að bera þetta fram er sykri stráð yfir og brenndur annað hvort með brennara eða undir heitu grillinu í bakarofninum
  8. Gott að bera fram með góðum kaffibolla og einni kúlu af sítrónu eða jarðaberjasorbet eða smá slettu af rjóma
  9. Má líka bera fram bara eitt og sér með góðu kaffi

Punktar

Crema Catalana er afar einfalt að gera og þið þurfið ekki að eiga brennara til að geta gert þennan dásamlega eftirrétt, en hægt er að setja hann með sykrinum á undir grillið í ofninum og brenna sykurinn þannig. Best er að nota venjulega strásykur sem er frekar fínmalaður og setja svoldið vel af honum yfir til að fá þykka og harða sykurhúð ofan á. Ef þið viljið gera búðingin fyrir börn getið þið skipt honunm í tvennt og sett kaffi bara í helmingin og haft hann hefðbundin fyrir börnin. Þá setjið þið bara 1 tsk af kaffi í helminginn.

Buen provecho

María

Endilega fylgist með mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here