Gulrótar rúlluterta með rjómaostakremi og Dumle karamellu sósu

höf: maria

-Samstarf-

Kakan er ekki bara einstaklega falleg heldur líka ó svo góð. Dúnmjúk gulrótarkaka með silkimjúku rjómaostakremi og dásamlegri karamellusósu.

Með ískaldri mjólk !

Held ég þurfi ekki að segja neitt meir, ráðlegg ykkur bara að prófa og gera eina svona og ég lofa hún er æði.

Ekki verða hrædd og hugsa að það sé svo flókið að gera svona köku því það er alls ekki raunin. Hún er í raun alveg fáránlega auðveld að gera, bara fara 100 % eftir uppskrift og aðferð.

Það er bara eitthvað svo fallegt að sjá inn í rúlluna og mjallahvíta ostakremið sem er á milli og glansandi silkimjúka karamelluna dreitla niður hliðar hennar.

Hver væri ekki til í eina sneið af þessari með ískaldri mjólk ?

Og aukakaramellu sósu yfir ?

Umm namm þvílíka dásemdin sem hún er og allir sem vilja geta bakað hana enda eins og ég sagði er hún bæði einföld og þægileg.

Stjarna uppskriftarinnar eru Dumle karamellurnar og silkimjúkur Philadelfia rjómaosturinn en án þeirra væri þessi kaka ekki sú sama.

Gulrótar rúlluterta með rjómaostakremi og Dumle karamellu sósu

-Samstarf- Kakan er ekki bara einstaklega falleg heldur líka ó svo góð. Dúnmjúk gulrótarkaka með silkimjúku rjómaostakremi og dásamlegri karamellusósu. Með ískaldri… Bakstur Gulrótar rúlluterta með rjómaostakremi og Dumle karamellu sósu European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Botninn

  • 100 gr hveiti 
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk lyftiduft 
  • 1/2 tsk salt 
  • 1/2 tsk engiferduft 
  • 1/4 tsk muskat (c.a á hnífsoddi) 
  • 1/8 tsk negull (smá milli fingra)
  • 2 tsk bökunarkakó (ég notaði frá Cadbury)
  • 3 stór egg
  • 120 gr sykur 
  • 2 msk olía 
  • 1 tsk vanilludropar eða vanillu extract 
  • 3 meðalstórar gulrætur c.a 200 gr 

Fylling

  • 225 gr flórsykur 
  • 300 gr  Philadelfia hreinn rjómaostur (1,5 askja)
  • 120 gr mjög mjúkt smjör 
  • 1,5 tsk vanilludropar eða vanilluextract 

Dumle karamellu sósa 

  • 2 pakkar eða 240 gr Dumle karamellur 
  • 1 dl rjómi 

 

Aðferð

Botninn 

  1. Byrjið á að hita ofninn í 190-200 C° blástur 
  2. Setjið smjörpappa á ofnskúffu eða bökunarplötu 
  3. Látið smjörpappann ná fram yfir sitthvorum megin við plötuna 
  4. Blandið saman í litla skál þurrefnum þ.e hveiti, kanil, lyftiduft, salti, engifer, muskat, kakó og negul
  5. Setjið svo í hrærivélarskál egg, sykur og vanillu og þeytið þar til er orðið froðukennt og ljóst 
  6. Rífið niður gulræturnar og blandið svo við í hrærivélarskálina ásamt olíunni og hrærið varlega með sleikju saman 
  7. Setjið svo þurrefnin saman við í hrærivélarskálina og þeytið á lægsta hraða þar til það er rétt blandað saman, passið að þeyta ekki of mikið saman 
  8. Hellið svo deiginu á bökunarplötuna og sléttið úr því jafnt yfir hana alla og bakið í 12-15 mínútur, gott að stinga prjón í til að vita hvort sé alveg til
  9. Þegar hún kemur úr ofninum takið hana þá strax af plötunni með því að lyfta botninum upp með því að taka sitthvorum megin í smjörpappan þar sem þið létuð hann koma út fyrir 
  10. Setjið hana á aðra kalda bökunarskúffu með smjörpappanum undir og rúllið botninum heitum upp á lengdina eins og þú værir að rúlla rúllutertunni upp með því að notast við smjörpappann til þess. Látið botninn kólna alveg upprúllaðan (hér er kremið ekki sett á milli strax)

Rjómaostakrem

  1. Hafið smjörið vel mjúkt (má setja í örbylgju í 20 sek) 
  2. Setjið það svo í hrærivélarskál og þeytið saman með rjómaostinum og vanillunni 
  3. Bætið svo flórsykrinum smátt og smátt út í og þeytið þar til er orðið vel fluffy og hvítt 

Dumle karamellu sósa 

  1. Setjið karamellur og rjóma saman í pott við vægan hita 
  2. standið yfir pottinum allan tímann og hrærið reglulega í meðan karamellurnar bráðna við rjómann 
  3. Þegar sósan er orðin silkimjúk og glansandi hellið henni þá í könnu og setjið til hliðar

Samsetning

  1. Þegar botninn hefur alveg kólnað rúllið honum þá í sundur ofan á filmuplast og smyrjið 2/3 hluta af kreminu yfir allan botninn, skiljið samt eins og 0,5 cm án krems eftir við hverja brún 
  2. Rúllið nú botninum aftur upp með því að nota filmuna undir til að rúlla henni og vefjið henni svo upprúllaðri inn í filmuna og setjið í kæli í minnst 1 klst eða meira 
  3. Þegar bera á fram kökuna smyrjið þá restinni af kreminu ofan á hana og í kring og hellið karamellusósunni yfir hana, en passið að hafa vel afgang af henni til að bera fram aukalega með kökunni 

Punktar

Þið getið smá leikið ykkur með þessa köku og sem dæmi sett valhnetur eða pekanhnetur í botninn og svo stráð kókós yfir ostakremið ef þið viljið eitthvað extra. Kíkið svo hér að neðan á Videoið en þar er vel skýrt hvernig kakan er gerð.

Happiness is knowing there is cake in the oven

Enskt máltæki

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here