Klístraður súkkulaðidraumur sem þarf ekki að baka

höf: maria

-Samstarf-

Hér gefur að líta á alveg splúnkunýja tegund af köku sem er svo tryllt góð að hún sat í manna minnum allan daginn eftir að hafa smakkað hana.

Kakan er ekki bara góð heldur eins og með svo margt sem ég set hér inn afar einföld en hana þarf ekki einu sinni að baka. Nei hún er sko gerð í potti.

Þér gæti fundist það hljóma eitthvað skringilega en hugsaðu aftur, rice crispies kökur eru t.d gerðar í potti ekki satt ?

Jú og þær eiga sér nú fastan sess í barnaafmælum víða.

Þessi kaka hér er gerð á sama hátt, og inniheldur hún hráefni sem er eitt af mínu uppáhalds. Sport Lunch súkkulaði sem ég gjörsamlega elska og er allt of veik fyrir.

Já og Mcvities Digestive hafrakexið sem er alveg fullkomið í þessa köku til að ná fram þessari skemmtilegu áferð sem hún hefur, dökk með ljósum kex klumpum í.

Mér finnst svo fyndið að hugsa um orð Guðrúnar Veigu sem margir þekkja sem Gveigu á instagram, en í mörg ár taldi hún Sport Lunch vera hollustu súkkulaði vegna þess að það innihélt Sport í nafninu.

Mér finnst það bara aðeins of fyndið og því ætla ég að tileinka henni þessa köku fyrir vikið. Við tvær eigum það alla vega sameiginlegt að elska Sport Lunch.

Þið skulið ekki hræðast að gera þessa köku en hún er alveg fáranlega létt og svooo þess virði að gera. Hún er stútfúll af dásamlegum Sport Lunch stykkjum, svo sem betur fer eru þau á afar góðu verði eða á rétt rúmar 150 kr í Bónus.

Klístraður súkkulaðidraumur sem þarf ekki að baka

-Samstarf- Hér gefur að líta á alveg splúnkunýja tegund af köku sem er svo tryllt góð að hún sat í manna minnum… Bakkelsi Klístraður súkkulaðidraumur sem þarf ekki að baka European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Kakan 

  • 225 gr smjör 
  • 1/2 bolli bökunarsíróp eða 170 gr 
  • 50 gr kakó 
  • 100 gr sykur 
  • 60 ml vatn eða 60 gr 
  • 8 stk af 80 gr Sport Lunck stykkjum (veit það virkar mikið en trúið mér það er það ekki)
  • 220 gr McVities Digestive 

Krem ofan á 

  • 120 gr dökkt súkkulaði 
  • 120 gr rjómi 

Aðferð

  1. Bræðið smjör, síróp, kakó, sykur og vatn saman í potti 
  2. Skerið Sport Lunch stykkin niður í bita (ég skar hvern kubb í 4 bita) og setjið í stóra skál 
  3. Brjótið hafrakexið í bita c.a 1,5 cm en hafið þá misstóra svona fyrir lúkkið (geymið í annari skál)
  4. Þegar allt er vel blandað saman í pottinum takið það þá af hellunni og hellið yfir Sport Lunchið í stóru skálinni og hrærið vel saman 
  5. Leyfið þessu að standa í eins og 10 mínútur 
  6. Takið þá brotna kexið og bætið því út í stóru skálina í 3 hollum og hrærið því vel saman við 
  7. Takið nú 20 cm smellumót og hellið ofan í og þrýstið kökunni vel niður í formið og setjið í frystirinn
  8. Byrjið svo á kreminu 
  9. Brytjið súkkulaðið niður í skál 
  10. Hitið rjómann í potti upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið í skálinni og látið standa í 1 mínútu
  11. Hrærið nú vel saman þar til verður að glansandi og silkumjúku kremi 
  12. Hellið yfir kökuna og setjið í kæli (ekki frysti) í lágmark 6 klst eða jafnvel yfir nótt 
  13. Berið fram með eða án rjóma 

Punktar

Þið skulið ekki hræðast að gera þessa köku en hún er alveg fáranlega létt og svooo þess virði að gera. Hún er stútfúll af dásamlegum sport Lunch stykkjum, svo sem betur fer eru þau á afar góðu verði eða á rétt rúmar 150 kr í Bónus. Ég mæli líka með að þið notið akkurat þetta hafrakex sem ég nefni en það hentaði alveg fullkomlega fyrir þessa köku. Sniðugt er að gera þessa köku að kvöldi til, til að hafa daginn eftir en einnig má gera hana að morgni og láta þá standa í 6 tíma í kæli áður en hún er borin fram, en kökuna tekur enga stund að gera.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here