Humar pasta frá himnaríki

höf: maria

-Samstarf-

Já það er ekki verið að spara stóru orðin hér, en ég sver að það er eins og þessi pastaréttur hafi verið eldaður í himnaríki.

Ég meina er hægt að biðja um eitthvað meira en sveppi, beikon, hvítlauk, humar og svo allt löðrandi í parmesan rjómasoði ?

Hér valdi ég að hafa með tagliatelle pasta en það er eitthvað við það sem mér hefur alltaf þótt svo heillandi. Lagið og áferðin er eitthvað svo gott við tagliatelle, langt eins og spagetti en þykkt eins og pasta.

Ég notaði De Cecco pasta sem er í hópi elstu pastaframleiðanda í heiminum, sagan þeirra spannar yfir 100 ár af hágæða pasta framleiðslu á Ítalíu.

Hér var ekki sparaður hvítlaukurinn heldur en það fyrsta sem maður gerir í réttinn er hvítlauksolía úr vel grænni Extra Virgin olíu sem gefur réttinum ekta suðrænt bragð.

Eins og með flest sem ég geri er þessi réttur ekkert vesen og því afar einfaldur að gera og tekur stuttan tíma, ekki skemmir fyrir að bera hann svo fram með fersku salati, hvítlauksbrauði og enn meiri parmesan til að sáldra yfir.

La vita è una combinazione di magia e pasta”

Lífið er sambland af töfrum og pasta

Federico Fellini

Þetta er ekki svona hefðbundið ostapasta þar sem sósan á að vera þykk og rjómakennd heldur verður sósan meira eins og gott soð sem umlykur svo allt pastað með dásamlega hvítlauksbragðinu.

Það sem má alls ekki gleyma í góðum pastarétt eru ferskar kryddjurtir eins og steinselja og tímian sem fer bæði afar vel með fiski og hvítlauk.

Humar pasta frá himnaríki

-Samstarf- Já það er ekki verið að spara stóru orðin hér, en ég sver að það er eins og þessi pastaréttur hafi… Aðalréttir Humar pasta frá himnaríki European Prenta
Serves: 6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1-1 1/2 geiralaus hvítlaukur eða 4-6 hvítlauksrif 
 • 1/2 dl extra virgin ólífuolía 
 • 1 tsk þurrkuð steinselja 
 • 1/2 tsk borðsalt 
 • 250 gr skornir sveppir 
 • 120 gr rifinn parmesan ostur 
 • 400-500 gr humar (skelfléttur)
 • 200-300 gr beikon
 • 2 dl matreiðslurjómi 
 • 25 gr smjör 
 • 250 gr De Cecco tagliatelle (vigtað ósoðið) 
 • 1/2 dl furuhnetur 
 • 2 tsk hvítvínsvinegar
 • Nokkrar chiliflögur 
 • Fersk steinselja eða timian eða bara bæði 

Aðferð

 1. Byrjið á að gera hvítlauksolíu úr olíunni, hvítlauknum, steinseljunni og saltinu sem eru fyrstu 4 hráefnin með því að hræra mörðum hvítlauknum saman við olíuna, saltið og steinseljuna og leggjið til hliðar
 2. Bræðið næst 25 gr af smjöri á pönnu og  steikið sveppina upp úr því og saltið létt yfir
 3. Þegar sveppirnir eru orðnir dökkir klippið þá beikonið eða skerið og setjið út á pönnuna með sveppunum þar til það verður bleikt að lit 
 4. Takið svo af pönnuni og setjið til hliðar á disk 
 5. Setjið svo hvítlauksolíuna alla á pönnu við vægan hita og setjið humarinn út á og og chiliflögur yfir.  Steikið við vægan hita svo hvítlaukurinn brúnist ekki né brenni, passið það vel ! 
 6. Setjið svo 120 gr af rifnum parmesan út á ásamt hvítvínsvínegar og matreiðslurjómanum, saltið létt yfir og piprið 
 7. Setjið svo beikonsveppina út á og leyfið að malla í eins og fimm mínútur eða á meðan pastað er soðið í potti 
 8. Þegar þið sjóðið pastað saltið þá vatnið það vel að það verður nánast eins og sjóvatn en þannig lærði ég að ætti að sjóða pasta 
 9. Takið svo pastað að lokum og sigtið vatnið frá og hellið humar/beikon blöndunni ásamt öllu soðinu yfir og sáldrið vel af fersku timian eða steinselju yfir og ristaðar furuhnetur 
 10. Berið fram með fersku salati, góðu snittubrauði og enn meira parmesan til að sáldra yfir 

Punktar

Þetta er ekki svona hefðbundið ostapasta þar sem sósan á að vera þykk og rjómakennd heldur verður sósan meira eins og gott soð sem umlykur svo allt pastað með dásamlega hvítlauksbragðinu. Það sem má alls ekki gleyma í góðum pastarétt eru ferskar kryddjurtir eins og steinselja og tímian sem fer bæði afar vel með fiski og hvítlauk.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd