Lagt á páskaborðið með öllu því fegursta

höf: maria

-Samstarf-

Það er kannski að skapast hjá mér árleg hefð að dekka upp páskaborð með nýrri línu af dásamlegum iittala vörum. Ekki leiðinleg hefð það en hér getið þið séð borðið frá því í fyrra.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5390-774x1024.jpg

Í fyrra vann ég með geggjaðan mosagrænan lit sem heitir Moss Green, en í ár er liturinn Linen og er það þessi fagri gullinbrúni litur eins og þið sjáið á forréttardiskunum og glösunum.

Einnig var að koma frá iittala svo undurfagurt páskaskraut til að hengja sem dæmi á greinar en það eru þessi dásamlegu egg og uglur eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan.

Þessi geggjaði blómapottur var einnig að koma nýr inn en hann kallast Nappula og vá eruð þið að sjá hann þarna fyrir miðri mynd hversu guðdómlegur hann er ??

Nú eru einnig komnar nýjar skálar frá þeim í stað Maribowl skálarinnar en það er þessi truflaða skál sem er með eggjunum í, fyrir miðju borði og heitir Miranda.

Mér finnst þessar uglur svo dásamlegar en þær koma þrjár saman í pakka, ljósbrún, gul og svona fölbleik. Egginn koma einnig þrjú saman í pakka í sömu litum. Brettið er svo Alvar Aalto með nýju lagi.

Hér sjáið þið sem dæmi fölbleiku ugluna sem er mitt uppáhald en ég hef alltaf elskað uglur einhverra hluta vegna. Ég hef reyndar heyrt að þær séu nornir í dulargerfi en ég hef alltaf litið á þær sem lukkugrip.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5433-757x1024.jpg

Það þarf alls ekki mikið til að dekka upp fallegt borð, fallegir borðmunir og blóm er allt sem þarf og svo bara raða því upp eins og ykkur þykir fallegt.

Hversu fallegt er þetta gyllta egg ?

Ég var svo dolfallinn af þessu fallega setti að ég hreinlega gat ekki hætt að taka myndir og tók því endalaust af þeim. Því held ég að sé best að ég leyfi þeim bara að tala sínu mál, njótið vel.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5301-663x1024.jpg
This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5448-657x1024.jpg
This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5346-951x1024.jpg

Þessi glös eru með þeim fallegri

Greinar og blóm er afar páskalegt og fallegt til að hafa með servíettum.

Nappula blómapottur

Gleðilega páska

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd