-Samstarf-
Ég var komin með svoldið mikið leið á svefnherberginu mínu og langaði til að breyta til.
Fyrst af öllu langaði mig að setja lista á veggina eins og ég er með uppi og bæta við loftlistana, sem voru að mínu mati frekar ömmulegir.
Við bættum við listana til að gera þá meira grand, skeyttum saman tveimur tegundum af ólíkum listum og þvílíka breytingin, er að elska þá núna !!
Þessi dásamlegu rúmföt fékk ég í Myrkstore en þar er að finna mjög falleg rúmföt. Púðaverin fást einnig í Myrkstore.
Stedge hillurnar er einnig hægt að fá þar, en ég keypti mína hillu fyrir löngu síðan. Við færðum hana inn í herbergi úr sjónvarpsholinu þar sem hún safnaði bara drasli og því ég ekki eftir.
Þessi satín sængurver eru með þeim bestu sem ég hef sofið með.
Ég var að leita að nýjum náttborðum sem væru, einföld og falleg fyrir augað. Má segja að þessi séu akkurat það sem ég var að leitast eftir.
Ég er í skýjunum með náttborðin, en þau eru á góðu verði og auðveld i uppsetningu og eins og flest annað sem ég er með í herberginu núna, fást þau einni í Myrkstore en hér er linkur inn á þau.
Ég er mjög ánægð með útkomuna og mæli ég með bví að þið kíkjið á reels videoið mitt inn á instagramminu mínu, en þar er hægt að sjá betri heildarmynd af útkomunni.
Ég mæli með því að þið kíkið inn á Myrkstore vefverslunina, en hún er með eindæmum falleg.
Einnig er hægt að fara og skoða/versla í Faxafen 10 á 2 hæð, en þar er hægt að sjá með eigin augum úrvalið og fegurðina sem þar er að finna.
Ég vona að þessi færsla hafi veitt ykkur innblástur og ef þið eruð ekki að fylgja mér á instagram, mæli ég með því að kikja þangað inn og smella í eitt follow.
María