Appelsínukaka sem allir geta bakað

höf: maria

Þessi krúttilega kaka er afar auðveld í bakstri en svo ofsa góð. Ég myndi segja að hún sé svona sunnudagskaka sem maður hendir í með kaffinu.

Mér hefur alltaf fundist passa afar vel saman að hafa svamp og sítrusávexti eins og sítrónutertan góða t.d sem þið finnið uppskrift af hér.

Þessi hér er samt náskyld möndlukökunni góðu sem ég gerði um daginn en ég tók þá uppskrift og setti appelsínu bragðefni í stað möndludropa. Möndlukökuna finnið þið hér.

Hér föndraði ég sérstaklega kökudisk undir kökuna en hann gerði ég úr kertastjaka og áldisk sem ég fékk afar ódýrt og er útkoman mjög skemmtileg.

Einnig ákvað ég að prófa að skreyta hana pínu en ég er nýkomin af afar skemmtilegu kökunámskeiði hjá henni Berglindi í gotteri.is þar sem ég lærði að mála svona fínar makkarónur.

Ég ákvað að taka það skrefinu lengra og prófa að mála líka appelsínubörk til skreytingar, en þetta er bara dúlleri sem má alveg sleppa og hafa hana einfalda og þægilega.

Ég lofa að þessi er mjög góð með kaffinu og allir ættu að geta bakað hana, jafnt ungir sem aldnir. Það þarf ekkert meira til verksins en handþeytara og litla skál.

Appelsínukaka sem allir geta bakað

Þessi krúttilega kaka er afar auðveld í bakstri en svo ofsa góð. Ég myndi segja að hún sé svona sunnudagskaka sem maður… Bakstur Appelsínukaka sem allir geta bakað European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Botn:

  • 75 gr smjör eða Ljóma
  • 1 dl sykur
  • 2 egg
  • 2,5 dl hveiti
  • 2 tsk lyfitduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 tsk appelsínudropar (ég notaði frá Kötlu) 
  • 1 dl mjólk

Krem:

  • 3 dl flórsykur
  • 3 msk appelsínuþykkni (ég notaði Egils þykkni)
  • Appelsínusúkkulaði til að raspa yfir 

Aðferð

Kakan:

  1. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst
  2. Bætið eggjunum saman við einu í einu og þeytið vel
  3. Bætið nú þurrefnunum við ásamt appelsínudropunum og mjólk
  4. Ekki þeyta of mikið bara rétt þannig blandist saman svo kakan verði ekki seig
  5. Bakist við 180-185 C° blástur í 20-25 mín og passið að baka ekki of lengi svo hún verði ekki þurr. Stingið hníf í miðja kökuna og ef hann kemur hreinn upp úr er hún til

Kremið:

  1. Setjið flórsykur í skál 
  2. Setjið svo appelsínuþykknið út á og hrærið vel saman
  3. Setjið svo strax þegar kremið er til á kökuna en hún þarf að vera búin að kólna fyrst svo ekki gera kremið fyrr en þá því það stífnar
  4. Þegar kremið er komið á kökuna, raspið þá appelsínusúkkulaði yfir hana 

Punktar

Deigið dugir í frekar lítið form, mér finnst best að nota 21 cm form í þvermál. Hægt er að setja í stærra en þá verður kakan þynnri.

Verði ykkur að góðu og mér þætti gaman ef þið fylgduð mér á instagram

María


Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here