Ég held að það sé óhætt að segja að þessi færsla er sú allra erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann skrifað. Ekki það að það hafi verið erfitt að smíða rúmið, nei það var frekar fljótgert og auðvelt, en að setja hvert atriði niður á blað og hvernig á að gera rúmið var ekki það auðveldasta.
Ég reyndi þó mitt besta að gera uppskrift af þessu rúmi sem skiljanlegasta svo þið getið nýtt ykkur það og vonandi hent í eitt slíkt. Ég get alla vega lofað ykkur því að rúmið er níðsterkt og Alba hefur sofið eins og engill síðan hún fékk það. Áður var hún iðulega að vakna á nótunni en nú eftir að vera komin í stærra rúm er hún farin að sofa út á morgnana.
Rúmið var ekki flókið í smíði en hvorki ég né Raggi höfðum nokkurn tímann gert svona áður. Við höfðum ekkert okkur til stuðnings nema eina mynd, þessa sem er hér fyrir neðan.
Þar sem myndin gefur engar upplýsingar um mál né stærðir ákváðum við að byrja á að ákveða dýnustærð í rúmið. 70×140 cm er mjög algeng stærð af rúmi fyrir 2-6 ára og því ákváðum við að hafa þá stærð. Næst var svo að ákveða hæðina á rúminu og svo var hvert mál ákveðið eftir smekk og sagað eftir því.
Ég hins vegar skrifaði allt kyrfilega niður og ætla nú að gefa ykkur nákvæman lista yfir það sem þarf í rúmið. Þið ættuð þá að geta gengið beint inn í Bauhaus og tekið það timbur sem ykkur vantar beint af listanum.
Ég mæli með ef þið viljið spara að kaupa efnið í Bauhaus en þar er lang lang ódýrasta timbrið.
Listi yfir timbur
Rúmið er allt gert úr furu en hana þarf ekki að pússa.
- 6 m af 21 x 45 mm timbur
- 4,2 metra af 34 x 45 mm
- 3 m af 45 x 45 mm
- 8,4 m af 21 x 95 mm
- 11,5 m af 34 x 70 mm
- 5,5 m af 34 x 120 mm
- Samtals gerir timbrið í rúmið 13.600 kr
Listi yfir annað sem þarf í verkið
- Tréskrúfur (8 cm og 6 cm)
- Styrktarhorn 4 stk (vinklar)
- Trélím
- 2-3 pakka af 8 mm trétöppum
- Búkkar (ef vill þarf ekki hægt að nota borð)
- Kúttara með vélsög (hægt að leigja)
- Skrúfvél
- Húsgagnalakk
- Lakkpensil
- Viðarlitað trésparsl
- Sandpappír
- Heildarkostnaður í rúmið var um 20.000 kr en ég þurfti ekki að kaupa dýnuna þar sem ég átti eina fyrir og skar hana út í þá stærð sem þurfti.
Málin á rúminu
- Innra dýnumál er 70×140 cm
- Ytra mál er 76 x 146 cm
- hæð 186 cm
- hæð frá gólfi 15 cm
Aðferð
Þar sem getur verið erfitt að segja frá því í orðum hvernig rúmið er smíðað brá ég á það ráð að taka myndir af ferlinu og skrifa inn á þær öll mál og hvernig á að saga. Einnig er ég búin að highlighta í story inn á @paz.is instagramminu mínu ferlinu svo gott getur verið að skoða það líka. Getið farið beint inn á það hér.
Það hversu mikið smíðavit ég hef sést kannski best á sumum myndanna hér á eftir þegar ég tala um að saga 45 gráðu horn en merki það í selsíum gráðum haha. Þið bara afsakið það og hlæið vonandi bara að því.
Fyrst er að saga út gaflana á rúminu.
Næst er svo að saga fyrir hliðunum og brúninni sem heldur uppi rimlabotninum
Sagið út 2 stk í 140 cm lengd af spýtunni sem er 34 x 70 mm og svo aðrar tvær í 140 cm af spýtunum sem eru 3,4 x 120 mm
Hér er mynd af rimlunum sem eru á hliðum rúmsins (athugið ekki rimlabotn)
Sagið út 2 stk í 140 cm af spýtunum sem eru 45 x 45 mm, þær mynda brúnina til að halda rimlabotninum
Mynd númer 4 en bendi á hana hér að neðan
Næst er svo að búa til botninn
Mynd númer 4 er aðeins ofar
Næst er svo að setja höfða og fótagaflinn saman
Á næstu mynd er verið að fara að byrja að gera göt á ská eða svokölluð pocket hole til að festa spýturnar saman
Næsta mál á dagsrká er svo að setja hliðarnar saman
Með rimlabrún á ég við fyrir rimlabotninn
Síðast er svo að setja allt rúmið saman
Hér sést hvar styrktarhornin eða vinklarnir koma
Með styrktarstoðum á ég við hornvinklana
Svo kemur rimlabotninn ofan í rúmið og ef vill má skúfa hann fastan á brúnirnar eða innri rammann, ég gerði það ekki. Það getur verið að það þurfi ögn að stytta endaspýturnar á rimlabotninum, þar sem vinklarnir/hornstoðirnar eru staðsettar, upp á að þær komist fyrir.
Lokahönd lögð á rúmið
Næst sparslaði ég svo með trélituðu sparsli ofan í öll skrúfugöt eða svokölluð pocket holes sem voru sjáanleg og þar sem mér fannst þurfa að sparsla. Svo létt pússaði ég sparslið niður áður en rúmið var lakkað.
Ég hvíttaði rúmið svo með efni sem fæst í Bauhaus og heitir Pinotex Möbel og panellakk í 0,75 ml dós. Blandan sem ég tók er (base FGL/BC) með wTY 0,37 og wW1 18. Við þurftum tvær umferðir af því og finnst mér útkoman rosa flott.
Dýnuna tók ég úr rúmi eldri bróður hennar en hún var 90×200 cm. Það er rosalega auðvelt að skera út svamp með dúkahníf og þar sem hinn eldri bróðir hennar er í 70 x 140 cm rúmi tókum við dýnuna úr því og sníðuðum eftir henni.
Svo skárum við út með dúkahníf og úr varð rosalega flott eggjabakka svampdýna í rúmið. Og þá ætti rúmið bara að vera til.
Ég held að það sé óhætt að segja að þetta rúm sé sterkara en bæði rúmið hans Reynis Leo sem er keypt í Ikea og rúmið hans Mikaels sem er upprunalega úr Baby Sam. Ég get hæglega leggst þar upp í án þess að hafa áhyggjur af því að brjóta það og finnst mér það mikill kostur ef ég vill kúra með henni að lesa bók.
Ég vona svo innilega að einhver þarna úti eigi eftir að geta nýtt sér þetta og smíðað fallegt rúm fyrir barnið sitt
Knús
María
7 Athugasemdir
Æðislega fallegt hjá ykkur, kannski að maður reyni á þetta!
Kærar þakkir 🙂
Já myndi sko láta vaða þetta er ekki eins erfitt og maður hefði haldið 🙂
Fann þetta – geðveikar leiðbeiningar ! Takkkk ❤️
ha h jæja gott var að svara hinu 😉
Sæl, er að skoða teikninguna og þú ert ekki með rett mál á fota og höfðagafli, getur ekki verð 125,5 eins og þu merkir inn a myndina.Hlýtur að eiga að vera ca 70cm. Er að saga í rum, viltu athuga stærðina.
Fann stærðina á annarri mynd. Þetta ruglaði mig aðeins. Sé á samsettu myndinni að þú setur 63cm á gaflinn.
Geri ráð fyrir að 125,5 hafi bara verið mistök eða hvað?
Hæ hæ Agnes
Úff nú er svo langt síðan ég gerði þetta en ég var að mæla rúmið, sem sagt spýtuna sem fer á milli á höfða og fótagaflinn og hún er 63 cm, var að skoða myndina og já þetta er alveg kolrangt, kærar þakkir fyrir ábendinguna þessi spýta á að vera 63 cm og ég er búin að laga það á myndinni 😉
Gangi þér vel með rúmið og það verður gaman að sjá mynd þegar þú ert búin 🙂
kv María