Gangið í bæinn

höf: maria

Jæja nú er komið að því að sýna frá fyrsta rýminu í húsinu okkar eða forstofunni. En einnig ætla ég að taka fyrir gestabaðið sem er staðsett í forstofunni.

Þegar við fengum afhent var forstofan löng og mjó og hægt var að loka hana af. Þar var mikið um skápa og hillur og allt var í dökkum við. Gólfefnið var marmari, en þó marmari sé mjög mikið inn núna, þá ákváðum við að henda þessum út. Bæði fannst okkur hann ekki nógu flottur og svo vildum við hafa sama gólffefni á öllu húsinu nema baðinu.

Það sem við byrjuðum á að gera var að taka niður skápinn og í staðinn fyrir hann kom hurð inn í eitt barnaherbergið. Einnig tókum við allar hillur af veggjum og fjarlægðum hurðina inn í húsið til að opna alveg inn.

Hér á myndunum sést hvernig rýmið lítur út eftir að skápur og hurðin inn í húsið hefur verið fjarlægt og hurðin inn í barnaherbergi komin á sinn stað.

Allt gólfefnið var svo brotið upp. Til þess leigðum við okkur brothamar á leigumarkaði Byko, en það létti verkið til muna. Síðan notuðum við hurðina sem var innangengt úr eldhúsinu í þvottahúsið, og notuðum hana í nýja hurðaropið inn í barnaherbergið. Áður hafði verið gengið úr stofunni inn í barnaherbergið sem þá var notað sem skrifstofa.

Í útidyrahurðinni var sandblásið gler með nöfnum og stjörnumerkjum fyrri íbúa og skiptum við því út glerinu og máluðum útidyrahurðina hvíta og sprautuðum bréfalúgu og hurðarhún svart. Filmuna fengum við í Sigrum í Hafnarfirði.

Svo máluðum við allar innihurðirnar hvítar og notuðum gömlu húnana sem einnig voru sprautaðir svartir.

 Nýtt parket og fallegir gólflistar settir. Ég mun fjalla um það í annari færslu hvernig parket og gólflista við keyptum og hvar.

Jæja og nú er komið að því að sjá eftir myndirnar 🙂

Gaman væri að fá feedback um hvernig ykkur finnst breytingin.

Fyrir

Eftir

Fyrir

Eftir

Svo koma hér detailar úr forstofunni en mér finnst gaman að skreyta með barnaskóm og fallegum kápum.

Hér sést inn í barnaherbergið úr speglinum á ganginum

Húrðarhúnarnir og bréfalúgan orðið svart og nýtt gler með okkar nöfnum komið í. 

Gestabaðið  

Þegar gengið er inn í húsið er fyrsta hurðin til vinstri gestabaðherbergi. Við ákváðum að vera ekkert að splæsa mikið í það og notuðumst við því við það sem var til staðar og máluðum bara. Reyndar tókum við niður speglaskápana sitthvorumegin við spegilinn líka.

Gestabaðið fyrir 

Það sem við gerðum var að lakka marmarann á gólfinu svartann. Við grunnuðum hann fyrst með olíugrunni og notuðum svo venjulegt háglans vatsnlakk yfir með 90 % gljáa sem við keyptum í Flugger.

Veggina máluðum við hvíta og borðplatan var grunnuð og lökkuð. Að lokum var skipt um klósettsetu og falleg mynd frá Vee Speers sett upp á vegg og lampi úr Söstrene Grene fyrir ofan spegilinn. Þetta kostaði okkur ekkert þar sem við notuðumst við málningu sem við áttum til.  Það sem á eftir að gera á gestabaðinu er að setja upp gólflistana eins og er í húsinu.

Það má mörgu breyta með málningu einni saman og erum við bara sátt við útkomuna.

Jæja nú er færslan um fyrsta rýmið komin og gaman væri ef þið mynduð gefa mér feedback um hvað ykkur finnst um breytingarnar 🙂

Í næstu færslu ætla ég að taka fyrir eldhúsið en þar er af mörgu að taka. Ég mun einnig koma með ýmis góð ráð, sem hægt er að nýta sér ef fara á í framkvæmdir.

Endilega verið dugleg að fylgjast með.

Takk fyrir mig

María 

17 Athugasemdir
0

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

17 Athugasemdir

Anna January 16, 2018 - 10:38 am

Gaman að sjá hversu hugvitsamlega þetta gekk upp hjá þér. Nýta það sem var fyrir og mála/lakka sbr. hurðahúna og merkilegt hvað ein klósettseta breytir miklu. Glæsilegt og hlýlegt heimili.

Svara
maria February 13, 2018 - 3:25 pm

Kærar þakkir fyrir það Anna 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here