Áhrifarík meðferð gegn öldrun hjá The Ward

höf: maria

-Samstarf-

Ég er búin að vera síðastliðið hálfa árið í fegrunarmeðferðum hjá klíníkinni The Ward til að sporna við öldrun sem gerist ansi hratt eftir fertugt eins og margir vita.

Ég viðurkenni það að ég þurfti að hugsa mig vel um áður en ég ákvað að slá til, en ég óttaðist að verða gerfileg eða ýkt á einhvern hátt.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_6637-scaled-e1691592043556-729x1024.jpg

Ég komst að því að það var akkurat ekkert að óttast en þær hjá The Ward eru snillingar með meiru. En markmið þeirra var það sama og hjá mér, náttúrulega fallegra og frísklegri útlit.

Ég var búin að tapa mikillri fyllingu í andliti og var orðin kinnfiskasogin, sigin í andliti og tekin, eftir mikla vinnu, lítinn svefn og fjórar meðgöngur.

Hér má sjá fyrir myndir þar sem sést óskörp kjálkalína, djúpar línur milli nefs og munnviks ögn sigin húð og holar kinnar

Með hækkandi aldri þynnist húðin, slappast og fer að síga, kjálkalínan dvínar og rennur saman við hálsinn og á mér var línan frá nefi að munni farinn að trufla mig ansi mikið.

Hér er búið að vinna á kjálkalínunni með húðþéttingu og má strax sjá mun. En ég kem meira inn á það hér að neðan ásamt öðrum meðferðum sem ég fór í.

Takið eftir útbungandi kinnbeininu en meira um það hér að neðan.

THE WARD

THE WARD GROUP

Meðferðirnar sem ég fór í og lokaútkoman

The Ward veitir þróaðar fegrunarmeðferðir, meðferðir gegn öldrun, og meðferðir sem eru sérstaklega sniðnar fyrir íþróttafólk á Íslandi sem og erlendis.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_6653-712x1024.jpg

Hjá The Ward eru notaðar þróaðar fegrunarmeðferðir sem ég vissi ekki einu sinni að væru í boði hér á landi, en megintilgangur The Ward er að hjálpa fólki að halda heilsu og að snúa við ótímabærri öldrun.

Í komandi framtíð mun The Ward einnig reka heilsu- og detoxstöð á Íslandi, þar sem veitt verður sérhæfð heilbrigðisþjónusta í næringarlækningum.

Eva-Lísa Ward, eigandi og stofnandi The Ward Group, hefur umfangsmikla þekkingu og menntun á sviði næringarlækninga, íþróttalækninga og fegrunarmeðferða.

Þessa miklu þekkingu hefur Eva-Lísa nýtt til hjálpar skjólstæðingum sínum í 18 ár. Þykir hún ná einstökum árangri í starfi, auk þess að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í sérstökum fegrunarmeðferðum.

Það er alveg óhætt að segja að Eva-Lísa hefur einkar næmt auga og góða tækni þegar kemur að fegrunarmeðferðum sem hún notar á klíníkinni.

Ég ræddi vel við stelpurnar hjá The Ward hverjar væntingar mínar væru og hlustuðu þær á allar mínar óskir, enda er markmið The Ward að útkoman verði ávalt náttúruleg og falleg án öfga.

Ég get heilshugar tekið undir það hversu næmt auga Eva-Lísa hefur en eftir að hafa skoðað mig vissi hún nákvæmlega hvað þyrfti að gera fyrir mig til að uppfylla væntingar mínar.

Eins og ég kom inn á hér að ofan voru mín vandamálasvæði kjálkalínan, slöpp og hálfsigin húð, tómar kinnar og djúpar línur frá nefi að munnviki.

Eins og Eva-Lísa lýsti því þá var fitupúðinn búinn að minnka og sýga og því vantaði fyllingu í andlitið á mér sem gerði mig þreytulega og tekna.

Því var byrjað á að byggja upp á mér andlitið með áherslu á kjálkalínuna, hálsinn og kinnasvæðið.

Ég hafði rétt áður en ég fór til The Ward fengið mér fyllingarefni í kinnbeinin, á annari stofu með von um að það myndi lyfta eitthvað upp á mér kinnunum, og minnka línurnar við nef/munnvik.

Því miður hafði það ekki falleg áhrif á mig og má segja að ég hafi verið með eins horn, eða allt of stór kinnbein, sem undirstrikaði holar kinnarnar og gerði mig grófa og hvassa. (sjá mynd ofar)

Það fyrsta sem var því gert við mig hjá The Ward var að eyða þessu fyllingarefni upp til að mýkja andlitsdrættina aftur, og byrja uppbyggingu frá grunni.

Svo var ég sett í húðþéttingu á kinnum, kjálkasvæði og hálsi og sá ég mun strax, en hér getið þið kynnt ykkur allt um húðþettnimeðferð.

Eftir húðþéttinguna voru settir í mig þrír fínir/smooth PDO þræðir í sitthvorar kinnarnar og fyrir ofan augabrúnir til að lyfta bæði kinn og augnsvæðinu.

PDO þræðir auka þéttleika húðarinnar en með auknum þéttleika húðarinnar næst lyfting í svæðið sem þeir eru settir í.

Auk þess fyrirbyggja þræðirnir rýrnun kollagens með því að bústa sinni eigin framleiðslu í húðinni og eru þeir því tilvaldir fyrir þá sem vilja byggja upp húðina og fá náttúrulega lyftingu og aukin þéttleika.

Þegar þræðirnir voru farnir að vinna á húðinni, og árangur farin að sjást, var sett fyllingarefni í kinnasvæðið svo andlitið yrði ögn bústnara og fyllra.

Að lokum var svo settur í mig sitthvor barbed PDO þráður í hvora kinnina, til að ná fram fallegri kjálkalínu og minnka nef/munnvikslínurnar, og má segja að það hafi sett punktinn yfir i-ið.

Barbed PDO þræði eru þykkir og með krækjum sem krækja í húðina og bókstaflega lyfta henni, en þeir eru einmitt mikið notaðir til þess að minnka nef og munnlínur og til að skerpa kjálkalínuna.

Ég get af öllu mínu hjarta mælt með The Ward en útkoman er akkurat eins og ég óskaði mér. Að lokum langar mig að þakka ljósmyndurunum Ölbu, Mikael og Marta fyrir alla hjálpina við myndatökuna á Spáni.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here