-Samstarf-
MySmoothie eru 100% náttúrulegir ávaxtadrykkir sem innihalda flauelsmjúka smoothie úr ávöxtum og berjum.
MySmoothie drykkirnir eru eingöngu búnir til úr náttúrulegum hráefnum og innihalda engan viðbættan sykur, rotvarnarefni, litarefni eða önnur aukefni.
MySmoothie fernurnar eru meira en bara drykkir – þær eru hollt og bragðgott snarl sem hægt er að njóta hvar sem er og hvenær sem er.
Þar sem MySmoothie er í fernum en ekki brothættum glerflöskum þá henta vörurnar einstaklega vel í nestið, bakpokann og íþróttatöskuna.
Hægt er að velja um 5 frábærar bragðtegundir……Hindberja
Ananas !!!
Mango !!
Jarðaberja !!
Og bláberja !!
Hver drykkur er stútfullur af ávöxtum en í hindberja eru 32 hindber, 1 epli, 2/3 banani, 7 vínber og 2 bláber.
Ananas er minn uppáhalds en í honum er 1/4 ferskur ananas, 3/4 banani, 1/5 kókoshneta og 1/6 sítróna.
Mango safinn er eins og ananas safinn suðrænn og seiðandi en í honum er að finna 1/2 mango, 1/2 epli, 1/2 banana, 1 appelsínu, 1/3 ástaraldin og 15 vínber.
Jarðaberja var uppáhald Ölbu og Mikaels en í honum er að finna 8 jarðaber, 1/2 epli, 3/4 banana, 1/4 appelsínu, 17 vínber og 7 bláber.
Bláberja var uppáhald Ragga en í honum er að finna 112 villt bláber, 1 epli, 1/2 banana, 11 hindber og 11 vínber.
Eins og þið sjáið eru hyrnurnar stútfullar af næringu og aðeins náttúrulegri sætu úr ávöxtunum sjálfum.
Bæði fullorðnir og börn elskuðu þá og því gott að eiga til að nesta og grípa með sér og setja í nestið hjá krökkunum í skólann.
Það er líka gaman að setja safana í fallegar krukkur með röri til að njóta í sólinni út á palli.
Svo er líka sniðugt að setja chia fræ út í safana og gera einfaldan chiagraut með þeim.
Beint úr hyrnu, í glasi, eða til að nota í boost eða chiagrautinn endalausir möguleikar á næringarríku og góðu millimáli.
Verði ykkur að góðu
María