Besta grillmáltíð sem mamma hefur smakkað

höf: maria

-samstarf-

Nú er ekkkert mál að velja sér í hina fullkomnu grillmáltíð enda er Hagkaup búið að sérvelja allt sem til þarf.

Í samstarfi við Óskar Finnsson matreiðslumeistara með meiru hannaði Hagkaup þrjár fullkomnar sósur með grillkjötinu sem ég get tekið undir að eru hver annari betri.

Í línunni sérvalið er einnig að finna dásamleg krydd á kjötið en hægt er að kaupa líka marinerað kjöt sem þarf ekki að krydda sérstaklega.

Búið er að sérvelja besta kjötið á grillið, hvort sem er lamb eða naut en það er hægt að velja allt frá Lambafille til lambalærissneiða.

Og nú er loks hægt að kaupa gott nautakjöt annars staðar en í kjötborði en þessi nautalund og Rib Eye steik voru hreint út sagt fullkomnar.

Ef þú átt í vandræðum með að velja meðlætið kvíddu ei því hér er hægt að velja milli nokkura tegunda af úrvalsmeðlæti sem var hvert öðru betra og af enn meiru að velja en af myndunum að dæma.

Nú þarf ekki að eyða óratíma í hasselback kartöflurnar því þær eru alveg tilbúnar og þarf ekkert nema rétt að hita upp á grillinu.

Þetta sætkartöflusalat var guð minn góður gott, og ég held ég hafi nánast borðað mest af því ein, en það þarf ekkert nema setja það í fallega skál og bera fram með dásemdarsteikinni.

Ef þú hefur ekki smakkað þessar beikonfylltu kartöflur þá ertu sko að missa af heilmiklu en þær voru hreint út sagt stórkostlegar.

Ef þú ert á leið í bústaðin er þetta alveg fullkomið til að hafa með enda þarf að litlu að huga öðru en að kippa þessu með sér í pokann og allt er tilbúið á grillið eða beint í fallega skál.

Við elduðum lambafille, lambakótilettur og Rib Eye steik sem ég ætla að gefa ykkur upplýsingar um hvernig við elduðum það á fullkomin hátt.

Með því höfðum við kartöflusalatið góða, beikonkartöflurnar og hasselback kartöflurnar ásamt öllum sósunum þremur og guð hvað þetta var allt saman gott !!!

Mamma meira að segja sagði að þetta væri besta grillmáltíð sem hún hefði smakkað. Það er alveg greinilegt að hér hefur verið vandað til verka bæði við val á kjöti, marineringu, meðlæti og sósum.

Ég held það sé óhætt að segja að Hagkaup eigi gott hrós skilið fyrir þessa snilldarhugmynd og vali á góðu hráefni til að setja á grillið ásamt meðlæti og sósum.

Þessi beikonfyllta kartafla…. mig dreymir enn um hana hún var svo góð.

Og allt kjötið var svo dásamlega meyrt og gott að það bókstaflega bráðnaði í munni.

Ég gat ekki valið milli sósana þriggja svo ég fékk mér þær allar á diskinn haha.

Besta grillmáltíð sem mamma hefur smakkað

-samstarf- Nú er ekkkert mál að velja sér í hina fullkomnu grillmáltíð enda er Hagkaup búið að sérvelja allt sem til þarf.… Aðalréttir Besta grillmáltíð sem mamma hefur smakkað European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Nokkur Grillráð 

 • Best er að láta alltaf kjöt ná stofuhita áður en það er sett á grillið 
 • Mikilvægt er að kynna sér vel áður en grillað er hvaða kjötbita þið eruð með og nota þá eldunaraðferð sem á við þann bita
 • Saltið kjöt alltaf áður en það er brúnað því við söltun verður það bragðmeira
 • Gott er að skera í fituna á kjötinu áður en það er brúnað til að hún bráðni auðveldlega og gefi kjötinu mýkt og gott bragð 
 • Það þarf alltaf að hvíla kjöt í 5-25 mínútur eftir að það er eldað, eftir því hversu stór bitinn er til að blóð og safi leki ekki úr því og bitinn þorni
 • Ef marinera á kjöt er mikilvægt að kjötið fái að vera sem lengst í marineringunni, ekki minna en tvö tíma en frá deginum áður en langbest, jafnvel lengur.

Rib Eye steik 

 • 300-500 gr Sérvalin Rib Eye biti sem er með vel af fituæðum í er bestur 
 • Sérvalið SPG krydd frá Hagkaup 
 • Góð grillolía 

 

Lambafille 

 • Sérvalið marinerað lambafille frá Hagkaup magn eftir fjölda en gott er að áætla 250-350 gr á hvern fullorðinn 

 

Aðferð

Rib Eye steik 

 1. Hitið grillið á hæsta hita í 15 mínútur 
 2. Penslið grindina með olíu svo bitinn festist ekki við hana
 3. Setjið nú Rib Eye steikina á sjóðandi heitt grillið við háan hita, penslið með góðri grillolíu og kryddið með SPG hagkaupskryddinu 
 4. Lokið grillinu og hafið á sömu hliðinni í 4-5 mínútur 
 5. Snúið svo bitanum og penslið hina hliðina með olíu og kryddið aftur 
 6. Hafið í aðrar 4-5 mínútur á þessari hlið 
 7. Takið svo af grillinu og setjið beint á disk og setjið álpappír yfir kjötið og hvílið í 8-10 mínútur áður en þið skerið í steikina 

Lambafille 

 1. Hitið grillið í 15 mínútur við miðlungshita 
 2. Lækkið það svo niður í lægsta og setjið lambafille-ið á með fituröndina niður fyrst 
 3. Lokið grillinu og hafið á í 4 mínútur 
 4. Snúið svo kjötinu og hafið á í aðrar 4 mínútur 
 5. Snúið aftur og hafið á í 2 mínútur 
 6. Snúið svo einu sinni enn og hafið á í aðrar 2 mínútur 
 7. Takið nú af og setjið beint á disk og breiðið strax álpappír yfir ekki skera neitt í kjötið 
 8. Látið hvílast undir álpappírnum í 10 mínútur áður en skorið er í það og það borið fram 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Sigurbj0rg June 22, 2021 - 2:12 pm

Þetta kjöt og meðlæti er svo girnilrgt að ég slefa

Svara
maria June 24, 2021 - 12:48 pm

haha takk fyrir það, þetta var líka svo sannarlega gott og ljóst að Hagkaup er búið að leggja sig vel fram við þessa línu 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here