-Samstarf-
Ég viðurkenni það að mér finnst langskemmtilegast af öllu að búa til fallegt barnaherbergi. Hér langaði mig að búa yngsta barninu mínu fallegt athvarf, með mildum litum og með sem minnst af áreiti.
Þar sem hún eins og önnur börn á mikið af dóti ákvað ég að reyna að koma því fyrir á lokuðum stöðum eins og inn í skáp og svo er hún með góða plastdótakassa sem hún dregur fram undan rúminu.
Ég kaus að hafa milda liti og hafa einn vegg með veggfóðri til að brjóta smá upp og fá þennan rómantíska fíling. Ég notaði málningu á herbergið sem kallast Dekso 1 ultramatt sem er frá Flugger.
Þessi málning er algjörlega geggjuð, þykk og góð og það sem ég elska mest við hana er að hún er alveg mött. Þrátt fyrir það er mjög auðvelt að þrífa hana.
Ég keypti 100 ára gömul húsgögn á Bland sem ég ákvað að gera upp og lakka í sama lit og veggina. Til þess notaði ég lakkið High Finish með 5 % gljástigi frá Flugger í litnum Misty Olive.
Veggfóðrið er guðdómlega fallegt en það fékk ég í Veggfóður.is en það fæst þar í þremur litum og hægt er að kaupa það beint af þeim en þeir eiga það á lager hér heima.
Veggfóðrið er frá Newbie og kallast Magic forest og við erum alveg hreint út sagt að elska það. Inn á High lights á instagramminu mínu getið þið séð hvernig á að veggfróðra með auðveldum hætti.
Guðdómlega himnasængin er frá Hulan.is en hana er hægt að fá í nokkrum litum. Hún er bara eitthvað annað falleg og með henni fylgir kóróna til að setja efst en henni sleppti ég í Ölbu herbergi.
Þegar maður er með veggfóður getur verið vandasamt að setja upp myndir og annað á það og eins í kring. Það þarf að vera eitthvað sem passar en Posterarnir af pönduni og hreindýrinu koma frá Infantia.is
Mig langaði að ná fram svona gamaldags lúkki á húsgögnin og þess vegna notaðist ég við frekar matt lakk á þau. Mér finnst það hafa komið ansi skemmtilega út.
Ég held að það sé óhætt að segja að herbergið sé alveg komið nema það vantar bara fallega kringlótta mottu á gólfið sem ég er að gera dauðaleit að en finn hvergi.
Alba elskar herbergið sitt og það gerir mamman líka. Svo er næsta mál á dagskrá að gera falleg drengja herbergi fyrir strákana mína tvo.
Ég ætla ekkert að hafa þetta mikið lengra, ég leyfi núna bara myndunum að tala sínu máli.
Knús
María og Alba