Vorrúllur með ávöxtum, kókósgrjónum og súkkulaðisósu

höf: maria

Hér má sko alveg segja að sé um skemmtilega öðruvísi eftirrétt að ræða, sem ég myndi klárlega hafa með í Sushi partý.

Hann er ekki bara ofboðslega góður heldur líka svo ótrúlega einfaldur og fagur. Hér erum við að tala um ávaxtafylltar vorrúllur með sætum kókóskgrjónum og súkkulaðisósu til að dýfa í.

Þetta er svo skemmtilega öðruvísi að ég lofa að þið munuð slá í gegn ef þið bjóðið upp á þessi dýrlegheit. Hér notaðist ég við kókósmjólk og hrísgrjónappa frá Blue Dragon.

Það er smá lagni að kunna á pappírinn en ef þið farið alveg að mínum ráðum þá er þetta svo fáranlega auðvelt. Lesið því aðferðina hér fyrir neðan mjög vel.

Vorrúllur með ávöxtum, kókósgrjónum og súkkulaðisósu

Hér má sko alveg segja að sé um skemmtilega öðruvísi eftirrétt að ræða, sem ég myndi klárlega hafa með í Sushi partý.… Eftirréttir Vorrúllur með ávöxtum, kókósgrjónum og súkkulaðisósu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1 dós kókósmjólk frá Blue Dragon
 • 1 pakka af hrísgrjónappa frá Blue Dragon
 • 1/2 fyllt dós utan af kókósmjólkinni af hvítum ósoðnum grjónum
 • 1 msk sæta (ég notaði agave síróp)
 • klípa af salti
 • 1 box af jarðaberjum
 • 3 kíwi
 • 1 þroskað mangó
 • 1 box brómber eða bláber eða bæði

Súkkulaðisósa:

 • 100 gr suðusúkkulaði
 • 1/2 dl rjómi
 • klípa af grófu salti

Aðferð

 1. Byrjið á að setja eina dós af kókósmjólk í pott
 2. Setjið svo hrísgrjón í tóma dósina þannig hún sé hálffull og setjið út í pottinn
 3. Setjið agave og salt út í og látið sjóða í eins og 20 mínútur eða þar til grjónin eru orðin mjúk og allur vökvi gufaður upp. Setjið til hliðar og kælið
 4. Hér kemur það mikilvægasta af öllu en það er hvernig á að mýkja pappann
 5. Setjið ilvolgt vatn á matardisk og passið að halda því alltaf volgu (í heitari kantinum) með því að fylla alltaf á diskinn með heitu vatni ofan í það volga
 6. Nú þarf svo að halda í endann á pappanum þannig að eins og helmingurinn dýfist ofan í vatnið, snúið svo eins og disk þannig að endinn sem þið haldið í fari nú ofan í vatnið (gerið alltaf einn pappa í einu og fyllið strax með grjónum og ávöxtum)
 7. Aðamálið er að allur pappinn blotni en ekki með því að leggja hann ofan í vatnið heldur bara að bleyta hann allan hringinn þannig hann verði mjúkur. Ef bleytt er of mikið og lengi þá verður hann klístraður og ekki hægt að vinna með hann
 8. Skoðið nú myndirnar fyrir ofan til að sjá hvernig er best að rúlla
 9. Niðurskornir ávextir eru settir eins og á 1/3 neðan á papann og grjóninn svo ofan á
 10. Brettið svo neðsta partinn yfir og hliðarnar svo inn að miðju
 11. Rúllið svo upp þar til rúllann lokast alveg
 12. Bræðið svo súkkulaði og rjóma ásamt salti í potti og setjið í skál
 13. Raðið rúllunum fallega á disk og berið fram með súkkulaðisósunni til að dýfa í
 14. Ekki gera rúllurnar löngu áður en á að borða þær, helst bara sem styst áður og súkkulaðisósuna þarf að bera fram strax.

Verði ykkur að góðu

Knús

María

Endilega followið mig á Instagram 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here