Sex ofureinfaldar gerbollur sem allir geta bakað

höf: maria
-Samstarf-

Nú fer bolludagur óðum að nálgast og eru margir orðnir spenntir fyrir honum, þ.á.m ég sjálf. Við bökum alltaf hefðbundnar vatnsdeigsbollur hér heima með sultu og rjóma en svo er alltaf sport að fá svona öðruvísi bollur úr bakaríi.

Það er samt ekki gefins að fara með 6 manna fjölskyldu í bakarí að kaupa skemmtilega öðruvísi bollur og því ákvað ég að finna lausn á því, sem er bæði auðveld og ódýr.

Lausnin er Toro brauðbolludeig sem ég nota endalaust mikið af og hægt er að leika sér með í alls kyns uppskriftir. Toro bökunarvörurnar fást í Hagkaup, Iceland og Fjarðarkaup.

Ég gerði 6 tegundir af bollum sem ég ætla að deila með ykkur en þær smakkast nákvæmlega eins og bakarísbollur ég sver. Á milli notaði ég Royal búðing með alls kyns twisti sem þarf ekki einu sinni að þeyta. Auðvelt og svaka gott.

Strawberry Cheesecake bolla (Jarðaberjaostakökubolla)

  • Einn pakki af Toro Hveteboller dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka (fæst í Fjarðarkaup og Iceland)
  • 1 pakki jarðarberja Royal Búðingur
  • 1 Pakki af ostakremi frá Toro
  • 1 dl og 125 gr Rjómaostur í sitthvoru lagi (eitt í rjómann á milli hitt í ostakremið)
  • 1,5 dl rjómi
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 50 gr smjör
  • Jarðaberjasulta
  • Fersk jarðaber

Aðferð

  1. Byrjið á að baka bollurnar eftir leiðbeiningum og kælið
  2. Setjið svo 1 dl af rjómaosti, 2,5 dl mjólk og 1,5 dl rjóma saman í skál og pískið vel saman eða notið handþeytara
  3. Setjið svo Royalbúðingin út í skálina og hrærið í eina mínútu með písk og setjið til hliðar
  4. Gerið svo kremið ofan á bolluna en í það er sett 1 pakki Ostekrem frá Toro, 50 gr mjúkt smjör og 125 gr rjómaostur og þeytt saman
  5. Skerið svo bollu í tvennt og setjið sultu og jarðaber á botninn
  6. Setjið svo Royalbúðing ofan á og lokið
  7. Setjið svo ostakrem ofan á toppinn og leyfið að standa í kæli í eins og korter (ekki samt skylda bara betra)

Cinnabon bolla (Amerískir Kanelsnúðabolla)

  • Einn pakki af Toro Hveteboller dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka
  • 1 pakki vanillu Royal Búðingur
  • 1 pakki Toro ostekrem
  • 125 gr rjómaostur
  • 50 gr smjör
  • 2,5 dl rjómi
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 2 msk og 1/ 2 bolli púðursykur (í sitthvoru lagi)
  • 40 gr smjör
  • 1 msk kanill og 1 tsk (í sitthvoru lagi)
  • 2 msk flórsykur

Aðferð

  1. Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum
  2. Í rjómakremið á milli er sett 2,5 dl mjólk og 2,5 dl rjómi, 2 msk flórsykur, 1 tsk kanill og 2 msk púðursykur
  3. Þessu er hrært saman með písk og vanillubúðing hrært saman við og pískað saman í 1 mínútu. Leggið svo til hliðar
  4. Svo er kanilbráð búin til úr 40 gr af smjöri, 1 msk kanil og 1/2 bolla af púðursykri sem er brætt í potti saman
  5. Gerið svo Rjómaostakremið ofan á með 50 gr mjúku smjöri,125 gr rjómost sett í 1 pakka af Toro ostakremi
  6. Nú er svo að setja bolluna saman en þá er sett kanilbráð á botninn
  7. Kanilrjómi ofan á og bollunni lokað
  8. Svo er ostakremið sett ofan á toppinn

Berlínarbolla

  • Einn pakki af Toro Hveteboller dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka
  • 1 pakki vanillu Royal Búðingur
  • Hindberjasulta
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 2,5 dl rjómi
  • Flórsykur

  1. Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum
  2. Gerið svo vanillubúðing með 1 pakka búðing, 2,5 dl rjóma og 2,5 dl nýmjólk
  3. Setjið svo hindberjasultu á botninn og vanillubúðing ofan á
  4. Lokið bollunni og stráið flórsykri yfir lokið með sigti

Súkkulaðibollur með saltri karamellu og pistasíuhnetum

  • Einn pakki af Toro Hveteboller dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka
  • 1 pakki karamellu Royal Búðingur
  • 50 gr 70 % súkkulaði
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 tsk gróft salt og 1/2 tsk gróft salt (í sitthvoru lagi)
  • 1 pakki rjómatöggur
  • 1/2 dl rjómi
  • Pistasíuhnetur án kjarna (saltar eða ósaltar)

Aðferð

  1. Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum og bætið við þær 50 gr af smátt skornu 70% súkkulaði
  2. Gerið svo saltkaramellubúðing með 1 pakka karamellubúðing 2,5 dl rjóma, 2,5 dl nýmjólk og 1 tsk af grófu salti og leggið til hliðar
  3. Bræðið svo rjómatöggur í potti með 1/2 dl rjóma og 1/2-1 tsk grófu salti
  4. Skerið svo bollurnar í tvennt og setjið karamellu og muldar ppsitasíuhnetur á botninn
  5. Setjið svo saltkaramellubúðing ofan á og lokið bollunni
  6. Toppið svo með saltkaramellu og muldum pistasíuhnetum

Krakkabollur

  • Einn pakki af Toro Hveteboller dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka
  • 1 pakki súkkulaði Royal Búðingur
  • 1/2 dl súkkulaðispænir
  • Sulta með uppáhaldsbragði barnanna
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 2,5 dl rjómi
  • 3 dl flórsykur
  • vatn
  • bleikur matarlitur
  • kökuskraut

Aðferð

  1. Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum
  2. Gerið svo súkkulaðibúðing með 1 pakka súkkulaðibúðing, 2,5 dl rjóma, 2,5 dl nýmjólk og 1/2 dl súkkulaðispænum
  3. Setjið svo sultu á botninn og súkkulaðibúðing ofan á
  4. Gerið glassúr úr 3 dl flórsykri og setjið vatn þar til hann verður þykkur eins og þið viljið
  5. Litið með matarlit
  6. Lokið bollunni og toppið með glassúr og kökuskrauti

Sítrónu og bláberjabolla

  • Einn pakki af Toro Hveteboller dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka
  • 1 pakki Royal sítrónu búðingur
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 2,5 dl rjómi
  • 1 pakki Toro ostakrem
  • 50 gr smjör
  • 125 gr rjómaostur
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 1 msk rifinn sítrónubörkur
  • Bláberjasulta
  • Bláber fersk

Aðferð

  1. Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum
  2. Gerið svo sítrónubúðing með 1 pakka sítrónubúðing, 2,5 dl rjóma, 2,5 dl nýmjólk og 1 tsk sítrónusafa
  3. Gerið svo Rjómaostakremið ofan á með 50 gr mjúku smjöri,125 gr rjómost sett í 1 pakka af Toro ostakremi
  4. Skerið svo bollurnar í tvennt og setjið á botninn bláberjasultu og fersk bláber
  5. Setjið svo búðingin ofan á og lokið bollunni
  6. Toppið með ostakreminu og setjið sítrónubörk yfir kremið

Verði ykkur að góðu

María 

Endilega fylgist með mér á Instagram 

 

 

 

 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here