Truflað góður djúpsteiktur camembert

höf: maria

Já þið lásuð rétt en þessi ostur er bara hreint út sagt truflað góður. Djúpsteiktur Camembert eða Gouda, bara aðeins of gott.

 Og nú gerist það bara betra því maður þarf ekki einu sinni að sjá um djúpsteikinguna á honum sjálfur. Það eina sem þarf að gera hér er að stinga ostinum inn í ofn í einungis 15 mínútur og þá er hann klár.

Ég get lofað að hann er nákvæmlega eins og ef maður hefði steikt hann sjálfur, stökkur að utan og mjúkur að innan. Það heyrist hátt hhhaaatttssss brakhljóð þegar maður bítur í hann svo stökkur er hann.

Osturinn frá Alpenhain fæst í tveimur tegundum, annars vegar í heilum camembert, sem ég myndi bera fram sem máltíð og svo sem smábitar, sem er blanda af Gouda og camembert, og fullkominn á ostabakkann.

Hér ætla ég að gefa ykkur uppskrift af salati sem ég bar fram með stóra Camembert ostinum og svo hugmynd af ostabakka

Gott salat með ostum

Já þið lásuð rétt en þessi ostur er bara hreint út sagt truflað góður. Djúpsteiktur Camembert eða Gouda, bara aðeins of gott.… Aðalréttir Truflað góður djúpsteiktur camembert European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • Kálblanda með klettasalati er best finnst mér
  • Jarðaber, brómber og vínber (getið líka valið bara eina tegund af þessum)
  • Piccolo tómata eða cherrie
  • Svartar ólífur
  • 1/2 bolli hnetur að eigin vali og fræum
  • 1 msk hunang
  • gróft sjávarsalt

Aðferð

  1. Hellið kálinu í skál og skerið tómatana, jarðaberin og vínberin niður í smærri bita
  2. Setjið út á salatið ásamt ólífunum
  3. Ristið svo fræhnetublönduna á pönnu og setjið eina msk hunang út á þannig það þekji vel allar hnetur
  4. Takið af pönnunni og leggjið á smjörpappa og saltið yfir með grófu salti. Setjið í frysti í örlita stund eða þar til orðið kalt og hart
  5. Skerið svo hnetublönduna smátt niður og setjið á salatið
  6. Gott er að hella ögn af góðri ólífuolíu yfir salatið og salta ef vill en má sleppa
  7. Berið svo ostinn fram með salatinu góða, kexi eða snittubrauði og sultu. Mæli með Den Gamle Fabrik sultunum

Hugmynd að ostabakka

  • Ostabitarnir frá Alpenhain
  • Pistasíuhnetur saltar án kjarna og hunangsristaðar jarðhnetur eru rosa góðar með ostum
  • Ber eins og bláber, brómber, jarðaber og vínber passa vel með ostunum
  • Gráfíkjur
  • 70 % súkkulaði en það er rosa gott með ostum
  • Sultur bestar frá Den Gamle Fabrik
  • Svo er auðvitað alltaf gott að hafa pylsur eins og drekapylsur, pepperoni og hráskinku
  • Gott kex eða snittubrauð

Alpenhain ostarnir fást m.a í Hagkaup, Fjarðarkaup, Stórkaup.

Verði ykkur að góðu

María 

Endilega fylgið mér á instagram 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here