Næringaríkar og mettandi Amerískar pönnukökur

Bakkelsi Bakstur Hollusta
-Samstarf-

Hér gefur á að líta auðveldustu pönnukökur í heimi og ekki versnar það en þær eru líka það hollar að hægt er að borða þær í morgun-hádegis-kaffitíma og jafnvel kvöldmat.

Aðalinnihaldsefnin eru haframjöl, banani og egg auk nokkura aukahráefna sem gera pönsurnar afskaplega hollar og saðsamar. Ég sver að þessar halda manni söddum í marga marga klukkutíma.

Þær eru pakkaðar af hollri fitu sem kemur úr hörfræolíu og möndlusmjöri, auk þess að vera trefja og próteinríkar.

Ef ég vil hafa þær alveg extra gourmet þá set ég út í þær gróft skorið 70 % súkkulaði sem bráðnar við bakstur og vellur svo dásamlega úr þeim þegar maður sker í þær.

Namm !!

Í pönnukökurnar þarf

Þessi uppskrift miðast við einn en auðvelt er að margfalda með þeim fjölda sem þarf

 • 1/2 banani
 • 1/2 dl haframjöl
 • 1 egg
 • salt á hnífsoddi
 • kanill á hnífsoddi
 • 2 tsk hörfræolía en Rapunzel er með mjög litlu bragði
 • 1-2 tsk möndlu kókóssmjör frá Rapunzel en það er bara svoooo gott
 • 1 tsk chiafræ
 • 2 tsk hörfræ (helst möluð)
 • 2 tsk hreint whey próteinduft
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft (má sleppa)
 • Val: 3 bitar gróft skorið 70 % súkkulaði

Aðferð:

 1. Setjið allt saman (nema súkkulaðið ef þið notið það) í blandara og maukið mjög vel
 2. Deigið á að vera silkimjúkt og kekkjalaust
 3. Ef þið ætlið að setja 70 % súkkulaði útí er best að skera það gróft niður og hræra svo með skeið við deigið
 4. Hitið svo góða tefflon pönnu þar til hún er mjög heit og lækkið þá aðeins undir henni
 5. Spreyið með Cooking sprey eða notið örlítið af kókósolíu eða smjöri til að festist ekki við pönnuna
 6. Hellið svo á pönnuna og þegar myndast loftbólur ofan á pönsunni er kominn tími til að snúa henni við

Hægt er að borða þessar alls konar og allavega, með smjöri og osti, súkkulaðiáleggi, en það sem ég er alveg að elska þessa dagana er möndlu tonka smjörið frá Rapunzel.

Það er eins og hvíti parturinn í röndóttu súkkulaðinutella áleggi fattiði ??

Það sem best er að krökkunum mínum finnst þær rosalega góðar og gef ég þeim þær algjörlega samviskubitslaust

Verði ykkur að góðu

María 

 

 

 

 

 

No Comments Write a comment

Please add an author description.

No Comments

Leave a Reply

Pin It on Pinterest