Grískur kjúklingur í fetasósu

höf: maria

Hver elskar ekki kjúkling, fetaost og mozarella ?? Hvað þá þegar þetta er allt komið saman á eina pönnu. Dásamlega meirar bringur í bragðmikillri fetasósu með sítrónukeim og rúsínum til að vega upp á móti seltuni.

Yfir þetta er bara til eitt orð…töfrar. Matur frá miðjarðarhafslöndunum höfðar alltaf mjög mikið til mín enda hálfur spánverji.

Ég elska allt sem minnir mig á sólina og matinn frá þessum slóðum enda er Grikkland og Spánn ekki svo ólík.

Þessi réttur stendur alltaf fyrir sínu og gott er að bera hann fram með fersku salati og cous cous. Ekki skemmir fyrir að eiga gott snittubrauð til að dýfa í sósuna sem er dásamlega góð.

Grískur kjúklingur í fetasósu

Hver elskar ekki kjúkling, fetaost og mozarella ?? Hvað þá þegar þetta er allt komið saman á eina pönnu. Dásamlega meirar bringur… Matur Grískur kjúklingur í fetasósu European Prenta
Serves: 4
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 4 kjúklingabringur
 • 2 msk hveiti
 • 2 tsk oregano
 • 3 msk ólífuolía (2 fyrir bringurnar og 1 seinna)
 • 1 smátt skorin gulur laukur
 • 3-5 hvítlauksrif marin
 • 1,5 bolli kjúklingasoð (1 teningur í 400 ml af vatni eða 1 msk duft eða soð í 500 ml vatn) nota svo 1,5 bolla af því
 • 1/2 bolli rúsínur
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1 bolli fetaostur (kubbur en ekki í olíu)
 • 1 stór fersk mozzarella kúla
 • 4 sítrónusneiðar
 • Salt

Aðferð

 1. Setjið bringurnar í plastfilmu og berjið létt á þær með kökukefli
 2. Veltið þeim svo upp úr hveitinu og 1 tsk af oregano
 3. Hitið 2 msk af olíunni á pönnu og setjið bringurnar út á þar til þær verða svona gyllinbrúnar báðum megin, c.a 5 mínútur á hvorri hlið
 4. Takið svo bringurnar af pönnunni og setjið til hliðar
 5. Bætið svo 1 msk af olíu á pönnuna og setjið smátt skorin laukinn og marin hvítlaukinn út á og passið að brúna ekki heldur steikja við vægan hita svo það soðni meira en brúnist. Saltið létt yfir
 6. Hellið svo soðinu út á pönnuna með lauknum og látið suðuna koma upp
 7. Bætið þá rúsínum, sítrónusafa og 1 tsk oregano út í og hrærið
 8. Setjið næst fetaostinn út á og látið hann bráðna alveg í soðinu
 9. Bætið svo bringunum aftur út á og setjið þunnt skorna sneið af mozarella osti ofan á hverja bringu
 10. Setjið svo sítrónusneið ofan á mozarella sneiðina
 11. Leggjið lok á og sjóðið í 10 mínútur þar til osturinn er alveg bráðnaður

Punktar

Best er að fara alveg 100 % eftir uppskriftinni og leyfa honum að vera þannig. Ef þið viljið þá er í lagi að sleppa mozzarella ostinum.

Verði ykkur að góðu

María 

Endilega fylgstu með mér á instagram 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd