-Samstarf-
Hér er á ferðinni æðisleg uppskrift sem ég gerði fyrir Bollublað Hagkaupa. Púnsbolla með rommkúlurjóma !!
Hér nota ég besta rifsberjagelið í bænum frá Den Gamle Fabrik.
Sulturnar frá Den Gamle Fabrik eru komnar í nýjar umbúðir !!!
Einnig er hægt að nota jarðarberjasultu, hinberja eða bláberja frá Den Gamle Fabrik á bollurnar.
Fyrir þá sem elska Púnsbollu með rommbragði þá er þetta BOLLAN !!!
Þessa fyllingu má líka vel gera í Craquelinbollurnar ef þið viljið ekki gerbollu, en uppskrift af þeim er hér.
Hráefni
Gerbollur 9 stk
- 2,5 dl ylvolg nýmjólk
- 25 gr pressuger (fæst í mjólkurkælinum í Hagkaup)
- ½ dl sykur
- 1 egg
- ½ tsk kardimommudropar
- 1 tsk vanilludropar
- 1 tsk fínt borðsalt
- 1 tsk lyftiduft
- 420 gr hveiti
- 100 gr smjör við stofuhita
- 1 egg til að pensla bollurnar með saman við 1 msk af nýmjólk (má sleppa)
Púns rjómi með Rommkúlum
- ½ líter af rjóma
- 50 gr flórsykur
- 180 gr rommkúlur frá Casali
Ofan á og á milli
- 2 msk flórsykur
- Rifsberjagel frá Den Gamle Fabrik
Aðferð
Gerbollur
- Velgjið mjólkina í örbylgju þar til hún er ylvolg og setjið þá sykur og ger út í hana og hrærið vel
- Látið standa í eins og 5 mínútur á borði
- Setjið næst hveiti, salt og lyftiduft í hrærivélarskál og hrærið létt saman með króknum
- Bætið svo karimommu og vaniludropum út í mjólkurgerblönduna ásamt egginu og hrærið vel saman með písk
- Kveikjið nú á hrærivél á hnoð og bætið mjólkugerblöndunni varlega saman við meðan hún hnoðar
- Setjið svo smjörið í að lokum og hnoðið þar til deigið er búið að hringa sig um krókinn
- Leggjið viskasykki yfir skálina og látið hefast á volgum stað eins og í gluggakistu yfir miðstöðvarofni eða á gólfi með gólfhita í 30-60 minútur
- Takið svo hefaða deigið og skiptið því upp í 9 parta, ekki hnoða það neitt áður
- Gerið kúlur úr hverjum part og raðið á ofnplötu með bökunarpappa
- Leggjið viskastykki yfir bollurnar og látið hefast í 30 mínútur
- Kveikjið á ofninum á 220°C og bakið í 8-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar fallega gylltar
Púns rjómi með Rommkúlum
- Þeytið rjómann ásamt flórsykri þar til hann er orðin vel stífur
- Setjið rommkúlur í poka (ágætt að nota 2 poka einn yfir annan) og berjið á þær með kökukefli þar til þær eru alveg orðnar vel molnaðar
- Kúlurnar verða klístraðar í pokanum og er því gott að losa aðeins um þær með því að hrista vel pokann
- Bætið næst rommkúlumylsnunni varlega saman við rjómann og hrærið varlega með sleikju þar til allt er vel blandað saman
Bollusamsetning
- Skerið bollu í sundur og setjið rifberjagel á botninn (Ef þið viljið má taka smá brauð innan úr bollunni svo hún verði minna massív)
- Setjið svo rommrjómann ofan á sultuna og lokið bollunni með efra laginu
- Sáldrið svo smá flórsykri í þunnu lagi yfir lokið
Verði ykkur að góðu
María