Á Spáni tíðkast það að gera alls kyns útgáfur af kaffi. Þar er m.a. að finna ískaffí þar sem dísætt kaffi er sett í frysti og svo mulið í svona ísnálar.
Einnig er oft helt upp á heitt kaffi sem er síðan sett í glas fullt af klökum. Svo er líka til kaffiréttur sem kallast Café Helado eða kaffi með ís.
Hér ætla ég einmitt að gera afar eindalda útgáfu af því kaffi sem er ofsalega góð og hentar líka fyrir vegan og þá sem vilja ekki mjólkurvörur.
Þið þekkið eflaust öll Oatly, haframjólkurvörurnar sem eru búnar að slá í gegn hér á landi. Það er unnið að því hörðum höndum að stækka framleiðsluna svo ofboðslega vinsælar eru vörurnar frá þeim.
Það sem kannski færri vita er að Oatly er ekki bara haframjólk heldur framleiða þeir einnig Latte drykki, ís, jógúrt smurost og sýrðan rjóma sem fer vel í meltinguna okkar enda gerðar úr úrvals höfrum.
Mæli svo með því að þið prufið þessa ofureinföldu og ofboðslega góðu hugmynd af kaffidrykk sem hentar með brunchinum eða jafnvel sem eftirréttur.
Hráefni
- 1 Oatly cold Brew Latte
- Oatly ís með uppáhaldsbragðinu ykkar
- döðlusíróp
Aðferð
- Setjið döðlusíróp á hliðar glassins í því magni sem þið viljið (gott að hafa hátt og mjótt glas)
- Setjið svo klaka í eins og helming glassins
- Hellið svo lattinu ofan á klakana
- Toppið svo með einni ísskúli af uppáhaldsbragðinu ykkar
Verði ykkur að góðu
María