Ris a la mande með hvítu súkkulaði og marsípani

höf: maria

-Samstarf-

Já þið lásuð rétt, hvítt súkkulaði og marsípan !! Namm það gerði svo mikið fyrir grautinn án þess þó að stela senunni. Þessi grautur er silkimjúkur og ofboðslega bragðgóður því get ég lofað.

Eins og ég sagði þá þurfið þið ekki að óttast að setja í hann marsípan og hvítt súkkulaði ef þið eruð ekki vön því en það sem það gerir er að gefa grautnum skemmtilega áferð og smá hvítt súkkulaðibragð skín í gegn.

Sósan er ekki síður mikilvæg en grauturinn en ég ákvað að nota kirsuberjasósuna frá Den Gamle Fabrik enda klikka ekki sulturnar frá þeim og hvað þá þessi guðdómlega sósa.

Þið gætuð kannski hugsað sem svo að þetta væri allt of sætt en svo er alls ekki. Grauturinn er alveg mátulega sætur og sósan er svo passlega mátulega sæt með smá súru að komið saman verður þetta guðdómlega gott.

Gott er að gera grautinn deginum áður og klára svo seinna stigið daginn sem á að borða hann. Þetta er stór uppskrift svo ef þið eruð fá mæli ég með að helminga hana.

Möndlugrautur með hvítu súkkulaði og marsípani

-Samstarf- Já þið lásuð rétt, hvítt súkkulaði og marsípan !! Namm það gerði svo mikið fyrir grautinn án þess þó að stela… Lítið og létt Ris a la mande með hvítu súkkulaði og marsípani European Prenta
Serves: 6-8
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Grautur 1 stig:

 • 3 dl vatn 
 • 1 bolli grautargrjón (mæli mest með Arborio grjónum)
 • 4 1/2 bolli mjólk
 • 1 tsk. vanillusykur 
 • 1 vanillustöng
 • 1/2 tsk. salt 
 • 200 gr hvítt súkkulaði

Grautur 2 stig:

 • 1 1/2 bolli rjómi 
 • 3 msk. flórsykur
 • 1/2 tsk. möndludropar (má sleppa en mæli með að nota, kemur ekki yfirþyrmandi bragð)
 • 100 gr marsípan 

Toppur:

 • 1/2 bolli möndluflögur 
 • 1-2 krukkur af Den Gamle Fabrik kirsuberjasósu

Aðferð

Grautur 1 stig:

 1. Setjið vatn, grjón og salt saman í pott og látið sjóða í akkurat 2 mínútur
 2. Bætið svo mjólk, vanillusykri og innihaldi úr einni vanillustöng út á, setjið líka kjarnann af vanillustönginni með
 3. Látið sjóða í 45 mínútur við vægan hita og passið að hræra reglulega í svo brenni ekki við botninn
 4. Þegar 45 mínútur eru liðnar slökkvið þá undir pottinum og setjið 200 gr af hvítu súkkulaði út í grautinn
 5. Hrærið því vel inn í grautinn
 6. Kælið nú grautinn helst yfir nótt, en a.m.k. þar til hann er alveg kældur

Grautur stig 2:

 1. Setjið rjóma, flórsykur, möndludropa og marsípan saman í hrærivélarskál og þeytið þar til þið sjáið för eftir pískinn í rjómanum
 2. Ekki stífþeyta heldur bara þannig hann sé eins og þykk jógúrt 
 3. Takið grautinn úr kæli og brjótið hann upp með gaffli 
 4. Setjið svo helmingin af rjómanum út á og hrærið varlega saman 
 5. Bætið svo restinni af rjómanum smátt saman við þar til grauturinn er orðin skjannahvítur og silkimjúkur 
 6. Berið fram í fallegum skálum og toppið með sósunni frá Den Gamle Fabrik og möndluflögum 

Punktar

Best er að nota Arborio grjón í réttinn en þau hafa þá eiginleika að margfalda stærð sína og verða stór og feit sem gerir grautinn ofsa góðann. Ef þið viljið sleppa marsípani þá er það alveg í lagi og möndludropunum líka ef þið eruð lítið fyrir marsípankeim. Uppskriftin er stór svo ef þið eruð fá, mæli ég með að helminga hana. Gerið 1 stig grautsins helst kvöldinu áður svo hann geti kólnað yfir nótt í ísskáp, og klárið svo samdægurs og á að borða hann.

Verði ykkur að góðu

María

Megið endilega fylgja mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd