Sveittur roastbeef bátur sem þú munt elska

höf: maria

-Samstarf-

Ég man þegar ég var ólétt af elsta barninu mínu þá fékk ég mér fyrst svona bát á Skalla í Hafnarfirði. Ég held ég hefði annars örugglega aldrei valið mér bát með rauðkáli og súrum gúrkum.

Sem betur fer ákvað ég að prófa og í dag eru svona bátar í algjöru uppáhaldi hjá mér. Margir tengja örugglega rauðkál við jólamatinn og kaupa það því einungis þá, en trúið mér þið munið koma til með að kaupa það mun oftar núna.

Sveittur bátur með roastbeef, sinnepssósu, súrum gúrkum, rauðkáli, steiktum og svissuðum lauk, er það ekki að hljóma vel ? Kannski væri það ekki fyrsta val allra en ég get lofað að þið verðið ekki svikinn af þessum.

Matvanda barnið mitt, barnið sem ég gekk með þegar ég smakkaði fyrst, og borðar hvorki súrar gúrkur né rauðkál meira að segja hakkaði hann í sig.

Það sem ég mæli með að gera er að velja rétt rauðkál og súrar gúrkur en hér notaði ég rauðkál og gúrkur frá Beauvais og trúið mér það klikkar ekki.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_3745-1-683x1024.jpg

Ú namm eruð þið að sjá þennan hvað hann er girnó ? Ættuð að vita hversu góður hann er !

Sveittur roastbeef bátur sem þú munt elska

-Samstarf- Ég man þegar ég var ólétt af elsta barninu mínu þá fékk ég mér fyrst svona bát á Skalla í Hafnarfirði.… Matur Sveittur roastbeef bátur sem þú munt elska European Prenta
Serves: 2 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Bátur

  • 2x Bátabrauð (fást í Hagkaup t.d.)
  • Rauðkál (mæli með frá Beauvais)
  • Súrar gúrkur (mæli með frá Beauvais)
  • 1 laukur 
  • 25 gr smjör
  • steiktur laukur 
  • Tilbúið roastbeff c.a 250 gr ef á að gera 2 báta (fæst í kjörbúð sem álegg)
  • Aromat krydd

Sinnepssósa:

  • 250 gr maynoes 
  • 3 msk sætt sinnep (mæli með frá Bähncke)
  • 2 msk hunang
  • smá aromat krydd 

Aðferð

  1. Byrjið á að skera lauk í ræmur og steikja með smjörinu á pönnu, passið að steikja við mjög vægan hita, meira svona sjóða hann í smjörinu en steikja þar til hann er mjúkur
  2. Byrjið svo á sinnepsssósunni en þar er öllu bara hrært saman sem á að vera í henni
  3. Setjið svo bátabrauðið á pönnuna við vægan hita og ristið að innan og utan, ekki skera brauðið alveg í sundur, heldur leyfið því að hanga saman á annari hliðinni
  4. Takið af pönnunni og setjið þá roastbeef, laukinn sem þið voruð að mýkja, súru gúrkurnar og rauðkálið á pönnu við vægan hita og leyfið því svona að léttsteikjast saman (athugið hér er magnið eftir smekk en ég set alveg 5-6 sneiðar af roastbeef á hvern bát og vel af gúrkum, rauðkáli og lauk)
  5. Kryddið með smá aromat 
  6. Setjið svo sósu á brauðið og vel af henni
  7. Raðið svo öllu á milli sem var á pönnuni og stráið steiktum lauk (þá svona pylsusteiktum lauk) yfir allt og sósu aftur 
  8. Lokið bátnum og hitið smá aftur á pönnunni
  9. Gott er svo að vefja honum inn í smjörpappa til að borða hann

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here