Ljúffengur og ofureinfaldur sveppapastaréttur með spínatfylltu ravíoli

höf: maria

-Samstarf-

Ég elska að koma með stórar yfirlýsingar þegar ég get algjörlega staðið við þær.

Ég er ekkert að skrökva þegar ég segi ofureinfalt pasta en hér þarf nánast varla að lyfta putta við að gera þennan rétt.

Hver man ekki eftir Tik Tok pastanu sem fór eins og eldur um sinu um allt netið ?

Hér nota ég sömu hugmyndafræði en allt önnur hráefni, útkoman er hreint út sagt stórkostleg.

Bragðmikill pastaréttur þar sem hráefnin skína í gegn. Öllu er hent saman í eldfast mót inn í ofn og svo soðið ferskt pastella pasta sett yfir.

Sveppir, hvítlaukur, rjómi og ostur, er eitthvað sem getur ekki klikkað !

Heimilið fyllist af dásamlegum ilmi hvítlauks og sveppa og það er eins og bragðið af hráefninu fái meiri dýpt við að vera bakað svona í ofni.

Örfá góð hráefni og meira þarf ekki til !!!

Ég mæli með að bera fram með réttinum parmesan ost og hvítlauksbrauð sem gerir allt enn betra.

Ég mæli með að þið prófið þenna dýrðarrétt en ég held að þið verðið ekki svikin af honum.

Ljúffengur og ofureinfaldur sveppapastaréttur með spínatfylltu ravíoli

-Samstarf- Ég elska að koma með stórar yfirlýsingar þegar ég get algjörlega staðið við þær. Ég er ekkert að skrökva þegar ég… Pasta Ljúffengur og ofureinfaldur sveppapastaréttur með spínatfylltu ravíoli European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 250 gr sveppir 
  • 4 hvítlauksrif 
  • 3,5-4 dl matreiðslurjómi 
  • 1 stk kryddostur með villisveppum 
  • salt og pipar 
  • 1 pakki eða 250 gr spínatfyllt ravíoli frá Pastella 
  • Ferskt timian (má sleppa) 

Aðferð

  1. Byrjið á að skera sveppi niður í þunnar sneiðar og setja í eldfast mót ásamt heilum flysjuðum hvítlauksrifjunum 
  2. Setjið svo kryddostinn fyrir miðju og saltið allt vel og piprið 
  3. Hellið svo rjómanum yfir allt og bakið í 220 °C heitum ofni með blæstri í heilar 30 mínútur 
  4. Sjóðið pastað skv. leiðbeininum á pakka, þegar eins og um10 mínútur eru eftir af fatinu í ofninum 
  5. Takið svo fatið út og kremjið ostinn og hvítlaukinn með kartöflustappara eða gaffli og hrærið vel saman 
  6. Hellið svo vatninu af pastanu og setjið pastað út á eldfasta mótið og hrærið öllu vel saman 
  7. Mér finnst mjög gott að setja ferskt timian síðan yfir og bera fram með hvítlauskbrauði og parmesan osti 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here