Lakkrístoppar með mjúkri miðju

höf: maria

Ég veit að flestir elska lakkrístoppa og er ég þar á meðal. Ég veit líka að hjá mörgum eiga þeir það til að misheppnast. Ég hef smakkað alls kyns toppa hjá fólki.

Harða að utan með keim af brunabragði og glerhörðum lakkrís haha, harða að utan og holir inn í svo það er ekkert nema skelin og bara nefndu það.

Á einhverjum tímapunkti ákvað ég að gera þá bara “my way”, og eftir það hafa þeir alltaf lukkast hjá mér sama hvað. Þessir eru eins og marens að utan en mjúkir og chewie inn í (afsakið ensku sletturnar)

Lakkrísinn helst líka mjúkur og þeir molna akkurat ekkert. Ég nota alltaf hvítan sykur í toppana í stað púðursykurs en mér finnst þeir bara heppnast betur þannig.

Ég hef líka núna í seinni tíð byrjað að nota maizena mjöl og borðedik en það bitnar akkurat ekkert á bragðinu en gerir þá svona mjúka inní.

Það mætti því kannski segja að þeir séu í svona pavlovu útgáfu. Okkur finnst þeir allavega mjög góðir svona og ég vona ykkur finnist það líka.

Lakkrístoppar með mjúkri miðju

Ég veit að flestir elska lakkrístoppa og er ég þar á meðal. Ég veit líka að hjá mörgum eiga þeir það til… Bakstur Lakkrístoppar með mjúkri miðju European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 4 eggjahvítur 
  • 200 gr strásykur 
  • 1/2 tsk cream of tartar eða vínsteinslyftiduft (er það sama)
  • 150 gr Nóa rjóma dropar eða 200 gr niðurskorið rjómasúkkulaði 
  • 1 poki eða 150 gr lakkrískurl súkkulaðihúðað
  • 1 tsk maizena mjöl 
  • 1 tsk borðedik 
  • 1/2 tsk gróft lakkríssalt en því má líka sleppa 

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 180 C° blástur 
  2. Setjið svo eggjahvítur í skál og byrjið að þeyta 
  3. Þegar þær eru orðnar hvítar og þið sjáið för eftir pískinn í þeim byrjið þá að bæta sykrinum út í smátt og smátt, gott er að gera eins og msk í einu 
  4. Þeytið vel þar til þið getið hvolft skálinni án þess að leki úr og hvíturnar eru orðnar alveg pikkstífar
  5. Bætið þá við maizenamjöli, borðediki og saltinu ef þið kjósið að hafa salt 
  6. Hrærið því vel inn í blönduna í hrærivélinni
  7. Þegar því er lokið hellið þá lakkrískurlinu og smátt skornu súkkulaði eða dropunum út í og hrærið mjög varlega saman
  8. Best er að gera það með sleikju eða gaffli og afar rólega svo fari ekki allt loft úr toppunum 
  9. Ég setti svo toppana í sprautupoka með engum stút og klippti frekar breytt gat á hann og sprautaði á smjörpappírsklædda bökunarplötu 
  10. Bakið svo í 10 mínútur á 180 C°blástur og lækkið svo niður í 160 C°blástur og bakið í aðrar 10 mínútur 

 

Punktar

Leyfið toppunum að kólna ögn áður en þið takið þá af bökunarplötunni og færið þá yfir á annað fat. Ef þið reynið að taka þá of snemma þá munu þeir fara í klessu. Mikilvægt er að leyfa þeim að þorna og kólna upp á borði í eins og 15-20 mínútur. Best er svo að geyma toppana ekki í kæli heldur í krukku eða boxi upp á borði svo þeir haldist dúnamjúkir.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

4 Athugasemdir

oddny December 18, 2019 - 10:20 am

er hægt ad baka toppana med engum blæstri??

Svara
maria December 18, 2019 - 12:04 pm

Hæ hæ

já það er auðvitað hægt en þar sem blástur er alltaf aðeins heitari tekur það líklega styttri tíma á blæstri, ég myndi bara gera alveg eins og ef um blástur er að ræða nema kíktu eftir tímann sem ég gef upp og ef þér finnst þeir ekki vera til bættu þá við tímann þar til þú sérð svona eins og smá gyllt utan á þeim og taktu þá út þá 🙂

vona þetta hjálpi kv María

Svara
Gerða December 21, 2019 - 5:41 pm

Má nota venjulegt lyftiduft í stað vínsteins?

Svara
maria December 27, 2019 - 9:06 pm

Hæ Gerða afsakaðu sein svör

Já ég myndi bara prófa það eða mátt líka bara alveg sleppa því, þetta hefur oft hjálpað marens að verða meira stífur en þar sem þessir eru mjúkir í miðjunni þá ætti að vera í lagi að nota venjulegt eða bara sleppa alveg 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here