Mér hefur alltaf fundist svínakjöt í súrsætri sósu mjög góður kínverskur réttur. Hins vegar set ég alveg smá spurningamerki við hversu hollur þessi réttur er á kínastöðunum.
Nú eða jafnvel sósan í krukkunum sem er oft notuð heima við, til að gera þennan dásamlega rétt.
Það er nú oft þannig að ég hef fengið hugmynd af mínum uppáhaldsuppskriftum þegar ég hef verið í einhverskonar hollustuátökum, en þó það sé búið að hollustuvæða þennan rétt þýðir það ekki að það komi niður á bragðinu.
Þvert á móti því mér finnst hann enn betri svona, og vona að ykkur eigi eftir að finnast það líka. Réttinn er best að bera fram með soðnum grjónum löðrandi í soja eða Tamarísósu.
Hráefni
- 3-4 kjúklingabringur (800 gr-1000 gr
- 1 gulrót
- 1/2-1 græn papríka
- 1 rauð papríka
- 1 dós niðurskorin ananas
- 1/2 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 2 msk ólífuolía eða kókósolía
- 1/2 dl agavesíróp
- 2 msk sýður rjómi (með graslauknum er bestur)
- 1 dós vatnshnetur (Waternuts, fást í Bónus og víðar)
- 1 flaska Himnesk tómatsósa (sjá mynd neðar ekki nota aðra sósu en þessa en hún fæst í Bónus, passið að það sé tómatsósa ekki tómatpassata eða annað )
- 1 flaska af tómatsósunni fyllt af vatni og ananassafanum úr dósinni
- 10 cm bútur af engiferrót (má sleppa ef vill)
- salt og pipar
Aðferð
- Byrjið á að setja grjón í pott og sjóða svo þau séu til á sama tíma og rétturinn
- Skerið allt grænmetið niður í mjóar ræmur og hvítlaukinn í þunnar skífur
- Skerið bringurnar einnig niður í langa strimla
- Hitið olíu á pönnu og setjið allt grænmetið út á við miðlungshita og passið að brenna það ekki við pönnuna bara mýkja
- saltið vel yfir og leyfið að malla þar til orðið aðeins mjúkt
- setjið næst bringurnar út á grænmetið og saltið vel og piprið yfir
- þegar bringurnar eru orðnar hvítar að lit er tímabært að setja alla flöskuna af tómatsósunni út á. Það á ekki að steikja bringurnar alveg í gegn
- þegar flaskan er tóm setjið þá ananassafann sem varð eftir af ananasnum í hana og fyllið svo upp í flöskuna með vatni og hristið vel
- Hellið vatninu svo út á pönnuna og bætið við 1/2 dl af agavesíróp, ananasnum og vatnshnetunum út á , og látið suðuna koma upp frekar kröftuglega
- Eftir 10 mínútna suðu er gott að bæta við sýrða rjómanum og hræra vel inn í sósuna
- leyfið svo að malla frekar kröftuglega í 10-15 mínútur í viðbót á pönnu án loks en þá þykknar sósan.Passið að hræra regluega í
Verði ykkur að góðu
María