Kanel gifler danskir kanilsnúðar sem þú verður að prófa

höf: maria

-Samstarf-

Úff sko þessir snúðar eru hættulegir, ef þú ákveður að baka þá og smakka þá muntu líklegast enda með að borða mjög mjög marga, svo góðir eru þeir.

Það þekkja eflaust flestir kanil giffla sem hægt er að fá í rauðu pokunum og er svo gott að eiga inn i skáp ef gesti ber að garði. Þessir er eins og þeir nema bara svo miklu betri.

Bragðið, áferðin og formið á þeim gerir þá frábrugðna hefðbundnum kanilsnúðum en þessir eru stökkir að utan og dúnmjúkir að innan.

Ég komst að því fyrir stuttu að smjörið sem ég nota alltaf ofan á brauð Bertolli er einnig hægt að nota í matargerð og bakstur. Það má t.d steikja upp úr því á pönnu m.a. jú og baka þessa snúða.

Eitt af því sem mér þykir leiðinlegast við að baka er að muna að taka smjör út til að mýkja það og því var ég ekki lengi að prófa að nota Bertolli á baksturinn á þessum snúðum.

Af hverju sagði enginn mér frá þessu fyrr !! Þetta alveg einfaldaði baksturinn þvílíkt enda er Bertolli alltaf mjúkt beint úr kæli og því kjörið til að nota í eins og kanilsnúðafyllingar í bakstri.

Fyllingin er eitthvað annað góð en hún líkist helst kanilkaramellu sem er stökk en samt svo mjúk, ég held þið verðið bara að prófa.

Eitt annað sem ég er nánast alltaf farin að nota í gerbakstur er pressuger í stað þurrgers. Mér finnst bara allt með pressugeri verða betra og mýkra og loftkenndara.

Pressuger er alltaf geymt í kæli, þá líklegast í mjólkurkælinum en ég hef yfirleitt keypt það í Fjarðarkaup eða Hagkaup. Ég á alltaf til einn kubb í kæli til að baka úr en það er ekkert flóknara en að nota þurrgerið.

Eina sem verður öðruvísi er að maður notar yfirleitt rúmlega helmingi meira af pressugeri en þurrgeri. Mér finnst gott að miða við að ef það er 12 gr eða eitt umslag þurrger að nota þá 30-35 gr af pressugeri í staðinn.

Hér hins vegar þurfið þið svo sem ekkert að pæla í því, því magnið er uppgefið í uppskriftinni. Ég tel það líklegt að Bertolli og pressuger hafi gert þessa gifler snúða eins guðdómlega og þeir eru.

Hér er svo aðeins öðruvísi hátturinn á hvernig maður gerir snúðana en þeir eiga að vera flatir, svona pínu eins og kramdir en ég sýni myndir af því hér á eftir svo engar áhyggjur.

Ég held að þið bara verðið að prófa þessa og þið munuð gera þá aftur og aftur og aftur ég lofa…..

Kanelgifler danskir kanilsnúðar sem þú verður að prófa

-Samstarf- Úff sko þessir snúðar eru hættulegir, ef þú ákveður að baka þá og smakka þá muntu líklegast enda með að borða… Bakstur Kanel gifler danskir kanilsnúðar sem þú verður að prófa European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Snúðadeig 

  • 35 gr pressuger (fæst í mjólkurkæli verslana)
  • 3 dl ilvolg nýmjólk 
  • 1 msk sykur 
  • 1 tsk kardimommur (hægt að nota í duftformi eða kardimommudropa)
  • 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar 
  • 1 dl grísk jógúrt 
  • 1 egg 
  • 150 gr Bertolli smjör 
  • 1 tsk fínt borðsalt 
  • 650 gr hveiti 

Fylling

  • 175 gr Bertolli smjör 
  • 3 msk kanill 
  • 50 gr sykur 
  • 100 gr púðursykur 
  • 1 msk kartöflumjöl 

Annað:

  • 1 egg til penslunar 

Aðferð

Snúðadeig 

  1. Byrjið á að velgja mjólkina í skál í örbylgjuofni svo hún sé ilvolg 
  2. Setjið næst sykur, vanilludropa, kardimommur og ger útí hana og  látið standa í 5 mín eða lengur 
  3. Bætið svo grískri jógúrt og eggi út í og hrærið vel saman með gaffli eða písk
  4. Setið svo helming af hveiti eða 325 gr og salt saman í hrærivélarskál og hrærið saman létt 
  5. Stillið nú á hnoð með króknum og hellið blautefnunum út í hrærivélarskálina með hveitinu 
  6. Bætið svo smjörinu smátt og smátt við meðan deigið blandast en hér er það mjög blautt 
  7. Nú má bæta rest af hveitinu við eða hinum 325 gr og hnoða í eins og 3-5 mínútur eða þar til deigið er búið að hringa sig um krókinn 
  8. Látið hefast á volgum stað best í gluggakistu yfir miðstöðvaofni í eina klst

Fyllingin

  1. Hrærið smjörið upp og bætið svo kanil og sykrinum saman við ásamt kartöflumjölinu og hrærið öllu vel saman og leggið til hliðar 

Snúðagerð

  1. Sjáið mynd hér fyrir neðan uppsriftina til að sjá hvernig ég geri snúðana en það er afar einfalt 
  2. Skiptið deiginu í 3 jafna parta 
  3. Fletjið svo hvern part út í þunnan ferning eða eins og c.a A4 blað að stærð 
  4. Smyrjið svo þunnu lagi af fyllingu yfir allt deigið, passið að hún skiptist jafnt á 3 deig
  5. Svo í stað þess að rúlla upp eins og með hefðbundna kanilsnúða legg ég deigið bara inn að næstum miðju og svo þannig aftur svo það sé svona flatt 
  6. Skerið svo í snúða og raðið á bökunarplötu 
  7. Megið leyfa þeim að hefast aftur undir stykki í 10 mín en þarf ekki 
  8. Penslið svo með hrærðu eggi 
  9. Bakist við 200 C°blástur í 15-17 mínútur 

 

Punktar

Ekki hafa áhyggjur af því ef sumir snúðarnir detta á hliðina og aflagast í ofninum það gerist og bitnar ekkert á bragðinu. Ef þið finnið ekki pressuger er í lagi að nota þurrger í staðinn, þá eitt bréf eða c.a 11-12 gr. Ég mæli samt allan daginn með því að þið notið pressuger ef þið getið !!

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here