Bombolinis með kaffikrem fyllingu

höf: maria

-Samstarf-

Bombolinis kann að hljóma framandi í hugum margra. En hvað er Bombolini ?

Bombolini er hinn Ítalski Donut eða meira kannski hin Ítalska Berlínarbolla.

Oftast fyllt með vanillukremi eða annars konar kremi. Ég ákvað að gera milt og gott silkimjúkt kaffikrem inn í.

Bombolini bollurnar eru dásamlega góðar, léttar í sér og með keim af appelsínu en ég notaði appelsínubörk í þær sem mér finnst gera þær ögn jólalegar.

Þið gætuð hugsað að það sé stórmál að gera þær en það er alls ekki þannig. Þið þurfið heldur ekki að óttast steikinguna.

Því í raun eru þær bara steiktar á pönnu með mikilli olíu. Ekkert að óttast og mjög svipað og að steikja kleinur.

Til að sprauta kremfyllingunni í er hníf stungið í gegnum bolluna miðja og svo sprautað inn í, mjög lítið mál.

Og bara skemmtilegt. Mæli með að gera kremið og deigið á sama tíma og meðan deigið hefast og kremið tekur sig gera þá eitthvað skemmtilegt á meðan.

Í fyllinguna notaði ég hátíðarkaffi Nespresso sem er nú komið í verslanir Nespresso og eru hver annar hátíðlegri.

Bragðtegundirnar eru 3; Amaretti flavour, Torta di Nocciole og Il caffé. Ég mæli með að þið hafið hraðar hendur til að ná hátíðarkaffinu sem selst oft fljótt upp.

Bombolinis með kaffikrem fyllingu

-Samstarf- Bombolinis kann að hljóma framandi í hugum margra. En hvað er Bombolini ? Bombolini er hinn Ítalski Donut eða meira kannski… Bakstur Bombolinis með kaffikrem fyllingu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Deigið 

  • 500 gr hveiti 
  • 75 gr sykur 
  • 100 gr smjör við stofuhita 
  • 25 gr pressuger (fæst í mjólkurkælir eða eggjakæli) 
  • 1,5 tsk salt 
  • 3 stór egg (hægt að kaupa eggjabakka með stórum eggjum)
  • 2 eggjarauður 
  • 110 gr volgt vatn (1,5 bolli)
  • Börkur af einni appelsínu 
  • 1 tsk vanilluextract eða vanilludropar 
  • flórsykur ofan á eftir bakstur 
  • 1-1,5 líter grænmetisolía 

Fylling

  • 2/3 bolli kaffirjómi 
  • 1 hylki Nespresso hátíðarkaffi að eigin vali (nota duftið beint ekki uppáhelt)
  • 40 gr sykur 
  • klípa af salti 
  • 1,5 eggjarauða 
  • 1,5 msk kartöflumjöl 
  • 1 tsk vanilludropar 
  • 15 gr smjör 
  • 1,5 dl rjómi 

Aðferð

Deig 

  1. Setjið ger, sykur og vatn í litla skál og látið standa í eins og 5 mínútur 
  2. Setjið rest af innihaldsefnum í hrærivélarskál nema skiljið 1 heilt egg eftir 
  3. Hnoðið í 5 mínútur á meðalhraða og takið tímann 
  4. Aukið nú hraðann í hæsta og hnoðið áfram í 5 mínútur 
  5. Setjið nú síðasta eggið í deigið og látið hnoðast þar til það er vel komið inn í deigið, gætuð þurft að bæta við örlítið af hveiti hér en ekki of mikið deigið má vera blautt og líkjast vatnsdeigsbolludeigi
  6. Setjið stykki yfir skálina og látið hefast á volgum stað í 1-2 klst (hefast samt ekkert rosalega mikið og ekki hafa áhyggjur af því) 
  7. Hér er gott að byrja að gera fyllinguna
  8. Þegar deigið hefur hefast setjið þá hveiti á borðið og ofan á deg-igið. Fletjið það svo út í c.a 1,5 cm þykkan ferning og skerið út hringi með hringskera eða þess vegna bara glasi með stóru opi 
  9. Leggjið hringina á bökunarplötu með smjörpappa og leggjið stykki yfir og leyfið því að hefast í 30 mín+ 
  10. Hringirnir eru frekar flatir og ekki hafa áhyggjur af því þeir bólgna vel út við steikingu
  11. Hitið þá olíu á pönnu eins og 1-1,5 líter 
  12. Setjið smá deig út á til að prófa og þegar olían er vel heit setjið þá eins og 3-4 bombolinis út í olíuna og steikjið á hvorri hlið þar til er orðið fallega gyllt, ekki hafa þá of dökka ! 
  13. Setjið svo á disk með eldhúspappa til að taka alla umfram olíu af 
  14. Það á að vera hægt að baka þá líka í ofni á 180 C°í 20 mínútur en hef ekki prófað það sjálf og mæli með steikningunni frekar, þá eru þeir ekta

Fylling

  1. Setjið kaffirjóma og kaffið beint úr hylkinu í pott yfir meðalhita og hitið upp að suðu hrærið reglulega í
  2. Setjið eggjarauður, salt, kartöflumjöl og sykur í skál og þeytið vel saman, það mun þykkna og verða að fluffy kremi 
  3. Bætið næst heitri mjólkinni í smáum skömmtum út í skálina og þeytið allann tímann, muna bara smá mjólk í einu svo eggin soðni ekki
  4. Setjið svo alla blönduna í pott yfir meðalhita og hrærið stöðugt í á meðan, kremið mun svo byrja að sjóða og þykkna til muna um leið 
  5. Setjið í skál og plastfilmu beint ofan á kremið og látið kólna í ísskáp meðan deigið er að hefast 
  6. Þegar bollurnar eru steiktar er gott að þeyta á meðan 1,5 dl af rjóma með vanilludropum út í 
  7. Þegar bollurnar hafa kólnað bætið þá þeytta rjómanum út í kremblönduna úr ísskápnum og hrærið varlega  saman 
  8. Stingið nú beittum hníf inn í annan endann á bolluni fyrir miðju og látið hann fara alveg í gegn
  9. Sprautið svo kreminu ínn í gatið með sprautupoka með mjóum stút á 
  10. Sáldrið svo flórsykrinum vel yfir bollurnar báðum megin og berið strax fram með góðu Nespresso hátíðarkaffi 
  11. Fyrir krakkana fyllti ég bollurnar með Nutella kremi 

Punktar

Bollurnar geymast ekki vel og eru því bestar strax nýbakaðar. Hægt er að frysta ófylltar bollur og fylla þær svo þegar á að neyta þeirra en fyllingin geymist í kælir í allt að 3 daga, best er samt að setja þeytta rjómann saman við þegar á að fylla bolllurnar. Ykkur kann að finnast þetta flókið en ég lofa þetta er hið minnsta mál og mæli með að þið prófið

Verði ykkur að góðu

María

Megið endilega fylgja mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here