Ísloka á 3 mínútum

höf: maria

-Samstarf-

Það er svo gaman þegar einfaldar hugmyndir falla vel í kramið hjá fólki. Eitthvað sem tekur engan tíma en er samt svo gott.

Ég myndi seint kalla þetta uppskrift, því hér er bara um góða hugmynd að ræða sem ég fékk við framkvæmdir á húsinu okkar nýja.

Þegar ég hafði engan tíma til að elda né nostra við eftirrétti. Homeblest kex með ostakökuís á milli, eða bara þeim ís sem ykkur finnst góður. Liðinu mínu fannst þetta þrusugott combó.

Homeblest þarf vart að kynna enda hefur það kex verið til á Íslandi síðan ég man eftir mér. Hver man ekki eftir auglýsingunni Homeblest gott báðum megin ??

Ástæðan fyrir því að ég nota ostakökuís á milli er að ég tengi alltaf homeblest við ostakökuna góðu sem ég hef gert í fjölda ára og má finna uppskrift af hér.

Homeblest er einmitt notað í botninn á henni og því finnst mér ostakökuís passa vel hér á milli. Ostakökuís er hægt að kaupa tilbúin í boxi eða gera eitt afar einfalt trix sem ég hef gert lengi.

Það er að blanda saman 2 l af vanilluís og ostaköku saman og setja örstutt í frystirinn. Getið séð þannig uppskrift hér sem dæmi en það er algjör snilld.

Ísloka á 3 mínútum

-Samstarf- Það er svo gaman þegar einfaldar hugmyndir falla vel í kramið hjá fólki. Eitthvað sem tekur engan tíma en er samt… Lítið og létt Ísloka á 3 mínútum European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Með tilbúnum ís 

 • 1 pakki Homeblest 
 • Ostakökuís frá því merki sem ykkur finnst best eða ísinn hér að neðan 

Með Ostakökuís 

 • 2 lítrar vanilluís 
 • 1 ostakaka með því bragði sem ykkur finnst best, mér finnst best að nota sem er með berjum 

Aðferð

Með tilbúnum ís 

 1. Ef þið eruð með tilbúin ís þá er þetta afar einfalt 
 2. Leyfið ísnum að standa í eins og 10 mín á borði til að mýkjast örlítið
 3. Setjið svo væna ísskúlu á milli tveggja Homeblest kexkaka 

Með ostakökuís 

 1. Setjið helmingin af ísnum í skál og brjótið svo helmingin af ostakökunni yfir.
 2. Hrærið létt saman, bara rétt svo blanda saman.
 3. Setjið svo restina af ísnum og ostakökunni út í og hrærið aftur létt til að rétt blanda saman.
 4. Setjið blönduna aftur í ísboxið sem ísinn var í og frystið í að minnsta kosti 1 klst.
 5. Setjið svo væna ísskeið á milli tveggja Homeblest kexkaka 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd