Hollt sælkera múslíbrauð

höf: maria

-Samstarf-

Ég elska svona brauð sem hægt er að henda í eins og graut og tekur bara hálftíma að gera. Ekki skemmir svo fyrir ef brauðið er hollt og úr hágæða hráefnum.

Þessi uppskrift varð til fyrir 9 árum síðan og fann ég hana inn í skáp um daginn undir nafninu crazy gott brauð.

Ég man ég var afar dugleg í hollustunni á þessum tíma og elskaði þetta brauð, sem og hollustuvinkonur mínar sem ég bakaði þetta ansi oft fyrir.

Það voru ekki eingöngu þeir sem aðhylltust hollustu sem elskuðu brauðið heldur líka harðgerðir sukkarar með meiru.

Nýbakað úr ofninum með smjöri og osti er bara alveg fullkomið enda þarf það ekki að vera neitt flóknara en það.

Mynd Aldís Pálsdóttir

Í tilefni þess að Himnesk Hollusta sem var og hét áður voru að breyta bæði umbúðunum og nafninu í MUNA (Himnesk Hollusta) þá ákváðum við Alba að skella í þetta brauð.

Og auðvitað MUNDUM við eftir að nota himnesku vörurnar frá MUNA sem ég hef alltaf elskað að nota og vá hvað nýjar úmbúðir eru smart.

Útkoman á brauðinu var upp á 100 og ég skil bara ekki hvernig þessi dásemdaruppskrift gat gleymst í öll þessi ár.

Hér þarf ekkert nema skál og sleif til verksins, engin hefun né biðtími. Bara hræra, hella og baka í 30 mínútur.

Ég elska þetta brauð og vona að þið munið gera það líka.

Hvað er skemmtilegra en að baka með börnunum ?
Mynd Aldís Pálsdóttir

Hollt sælkera múslíbrauð

-Samstarf- Ég elska svona brauð sem hægt er að henda í eins og graut og tekur bara hálftíma að gera. Ekki skemmir… Hollusta Hollt sælkera múslíbrauð European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 3 dl fínmalað spelt frá MUNA 
 • 3 dl gróft spelt frá MUNA 
 • 2 dl speltmúslí með Trönuberjum frá MUNA 
 • 1 tsk salt 
 • 1 msk vínsteinslyftiduft 
 • 1/2 dl Apríkósur frá MUNA 
 • 1 dl valhnetur frá MUNA 
 • 1 msk blómahunang frá MUNA 
 • 2 dl haframjólk 
 • 2 dl soðið vatn 

Aðferð

 1. Byrjið á að hræra saman öllum þurrefnum í skál með sleif 
 2. Hellið næst smátt skornum apríkósum og heilum hnetum út í og hrærið saman 
 3. Sjóðið vatn og bætið út í ásamt haframjólkinni 
 4. Hrærið létt saman með sleif, bara þannig að allt sé vel blandað saman en forðist að hræra allt of mikið því þá getur brauðið orðið seigt 
 5. Hellið í brauðform en gott er að spreyja það að innan með olíuspreyi eða smyrja að innan með olíu 
 6. Bakið í 200 °C heitum ofni með blæstri eða á 210 °C heitum ofni án blásturs í 30 mínútur 
 7. Berið fram heitt en það er líka gott þegar það hefur kólnað

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here