Sumarlegar Tutti Frutti krakkakökur, líka fyrir fullorðna

höf: maria

-Samstarf-

Tutti Frutti kökur ? Já kannski ekki hefðbundið en alveg ótrúlega skemmtilega öðruvísi og kemur skemmtilega á óvart.

Hver segir að maður megi ekki nota hlaup í smákökur ? Þeir sem elska hlaup og sleikjó og þess konar nammi eiga eftir að elska þessar kökur.

Ferskar með sítrónu og ávaxtakeim, stökkar að utan og seigar að innan eins og ég vil hafa smákökur. Hlaupið gerir þær svo enn meira chewy á slæmri íslensku.

Hér skiptir máli hvaða hlaup er notað. Mér finnst ekki gott að nota hlaup sem er mjög hart eða erfitt að slíta í sundur. Það þarf að vera mjúkt og teygjanlegt.

Nýja Tutti Frutti hlaupið frá Fazer var alveg fullkomið í þessa uppskrift, mátulega sætt og mátulega súrt og áferðin akkurat eins og ég vil hafa hana.

Svo er það líka bara svo fallegt á litinn og gefur kökunum skemmtilegt og sumarlegt útlit.

Ég gerði tvo skammta, einn var með meiri sítrónusafa og hin var með minna. Krökkunum fannst þær með minni sítrónubragði betri, en fullorðnu með meira.

Því gef ég upp þann valkostinn að hafa minna af honum í kökunum.

Ef þig langar að breyta til og gera eitthvað sumarlegt og öðruvísi þá mæli ég með að þú prófir þessar.

Þær eru ekki bara fyrir krakka heldur líka fullorðna haha.

Sumarlegar Tutti Frutti krakkakökur, líka fyrir fullorðna

-Samstarf- Tutti Frutti kökur ? Já kannski ekki hefðbundið en alveg ótrúlega skemmtilega öðruvísi og kemur skemmtilega á óvart. Hver segir að… Bakstur Sumarlegar Tutti Frutti krakkakökur, líka fyrir fullorðna European Prenta
Serves: 24 kökur Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 230 gr mjúkt smjör 
 • 300 gr sykur 
 • 3-5 msk nýkreystur sítrónusafi (úr 1-2 sítrónum)
 • 1 stórt egg
 • 375 gr hveiti 
 • 1 tsk lyftiduft 
 • 1/4 tsk salt
 • 160 gr Tutti Frutti hlaup frá Fazer (2 pakkar)

Aðferð

 1. Byrjið á að setja mjúkt smjörið og sykur saman í hrærivél með hræranum á, ekki þeytara né hnoðara og hrærið saman þar til létt og ljóst 
 2. Bætið næst við 2-5 msk af nýkreystum sítrónusafanum, eftir því hversu mikið sítrónubragð þið viljið hafa.  (Ég notaði 5 msk), hrærið áfram þar til er orðið fallega ljóst og létt í sér
 3. Setjið næst eggið við og hrærið áfram 
 4. Bætið svo við lyftidufti með vélina í gangi og að lokum hveitinu smátt og smátt meðan vélin er enn í gangi, eins og 1 msk í einu 
 5. Klippið svo hlaupið niður í litla bita eins og hálfa rúsínu að stærð 
 6. Slökkvið á vélinni og setjið eins og rúmlega helmingin af hlaupinu saman við og hrærið með sleikju saman við deigið 
 7. Kveikið á ofninum á 175 °C blástur 
 8. Myndið svo kúlur úr deiginu á stærð við lítinn skopparabolta eða aðeins minna en golfkúlu,  en það á að ná í 24 kúlur 
 9. Setjið svo restina af hlaupinu utan á hverja kúlu eins og sést á mynd númer 2 hér að ofan
 10. Bakið í 11-13 mínútur eftir því hvort þið viljið hafa þær seigar eða stökkar
 11. Athugið að kökurnar eru ekki alveg flatar þegar þær eru bakaðar og koma úr ofninum, því skulið þið pressa létt á þær með spaða um leið og þær koma út til að gera þær flatar
 12. Þær eru mjög linar nýkomnar úr ofninum og þið gætið haldið að þær séu hráar sem þær eru alls ekki, færið þær yfir á kæligrind og látið þær standa í 15 mínútur þar en þær halda áfram að bakast og stífna og taka sig á þessum tíma

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd