Hollt og ruglað gott snakkkex

höf: maria

Já ég kýs að kalla þetta snakkkex þó í raun sé þetta hrökkkex. Það er svo rosalega gott og minnir á nachos, jafnvel poppkorn. Ástæðan fyrir því er maísmjölið sem notað er í það.

Aðaluppistaðan í uppskriftinni eru fræ. Kexið inniheldur ekkert hveiti og er bæði sykur og glútenlaust. Hljómar kannski boring og óspennandi fyrir nautnaseggi sem vilja ekkert svona hollustudót.

En málið við þetta hrökkkex er að öllum finnst það gott. Bæði þeir sem vilja hollustu og ekki hollustu. Kexið er svo gott að ég geri það fyrir veislur til að hafa með ostum.

Undantekningarlaust klárast það á stundinni. Ég hef stundum gert heimagert nachos úr uppskriftini en þá mala ég fræin í blandara. Það er í raun eina breytingin á uppskriftini. Nachoið nota ég í Mexicosúpu.

Miklu hollara en snakk en ekki síðra, ég lofa. Það er geggjað að setja á það grillaðar papríkur og heimagerðan hvítlaukskost til hátíðarbrigða.

Dagsdaglega set ég oftast á það kotasælu, harðsoðið egg og avocado. Svo er mjög gott að krydda yfir með Pasta Rossa kryddi sem fæst í Bónus.

Það er mjög einfalt að gera kexið. Það þarf ekki að hnoða eða nota vélar við það. Það eina sem þarf er skál og matskeið.

Ég vona svo innilega að þið pófið þessa uppksrift. Hún er ein af þeim sem hafa alveg fest sig í sessi á mínu heimili og sem ég nenni að gera reglulega. Ég held að ég sé búin að gera þetta kex núna í um 3 ár og ég fæ aldrei leið á því.

Hollt og ruglað gott snakkkex

Já ég kýs að kalla þetta snakkkex þó í raun sé þetta hrökkkex. Það er svo rosalega gott og minnir á nachos,… Bakstur Hollt og ruglað gott snakkkex European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1/2 dl sesamfræ
  • 1/2 dl Hörfræ
  • 1/4 dl Graskersfræ
  • 3/4 dl Sólblómafræ
  • 2 dl Maísmjöl (glútenlaust fæst í Fræinu og Hagkaup. ATH ekki sama og Maizenamjöl)
  • 1/2 tsk borðsalt
  • 1/2 dl Extra Virgin Ólífuolía
  • 2 1/2 dl sjóðandi heitt vatn
  • Maldon salt
  • Þurrkaðan graslauk

Aðferð

  1. Setjið Fræin, saltið og maísmjölið saman í skál og hrærið saman með skeið.
  2. Setjið því næst olíuna og hrærið hana aðeins inn í blönduna.
  3. Sjóðandi vatninu er svo hellt yfir að lokum og allt hrært saman.
  4. Setjið deigið á bökunarpappír og svo annan bökunarpappír ofan á.
  5. Byrjið á að fletja það aðeins út með flötum lófa og notið svo kökukelfi til að fletja deigið út í ferning sem er jafnstór og bökunarpappírinn.
  6. Takið næst pappírinn ofan af og setjið deigið á bökunarplötu með pappírnum sem var undir. Best er að draga pappírinn upp á plötuna, það þarf að fara varlega að deigið leki ekki til.
  7. Saltið svo yfir allt með grófu Maldon salti og stráið þurrkuðum graslauk yfir. Ekki vera feiminn við saltið og graslaukinn en mér finnst best að hafa vel af því. Passið þó að salta ekki heldur of mikið.
  8. Að lokum er gott að skera í deigið með pizzaskera.
  9. Bakist í 45 mínútur við 150 c°

Knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

6 Athugasemdir

Arndis January 6, 2018 - 7:54 am

Rosalega gott, klárlega besta kex/hrökkbrauð sem ég hef smakkað. Líka auðvelt og fljótlegt ad gera ❤️ Takk fyrir uppskriftina ? ætla að prufa nachos í vikunni, kryddar þú það bara með salti? Chilikryddi?
Kveðja Arndis

Svara
maria January 6, 2018 - 4:14 pm

Æðislegt að heyra, takk fyrir feddbackið 🙂 Mér finnst það svo gott með graslauknm og nota hann líka oftast í nachoið en ég hef prófað hvítlauksduft og það var ágætt en ekki eins gott. Svo er líka bara hægt að leika sér að vild en mér finnst graslaukurinn bestur 😉

Svara
Sigga January 6, 2018 - 4:29 pm

Mjög spennt að prófa þetta 🙂 Hvað geymist kexið lengi?

Svara
maria January 7, 2018 - 12:45 pm

Um daginn þá geymdi ég það upp á borði bara í opnri skál með engu loki, alveg óvart reyndar, og það kom mér á óvart að það var eiginlega bara betra eftir nokkra daga upp á borði, örugglega nálægt viku 🙂

Svara
Vala Dögg January 14, 2018 - 12:15 pm

Namm var að baka þetta með smá tilfæringum. Átti ekki þurrkaðan graslauk svo ég setti smá púrrulaukssúpuduft í deigið og svo líka heitt pizzakrydd yfir ásamt saltinu..geggjað ?

Svara
maria January 14, 2018 - 8:56 pm

æðilsegt að heyra 🙂 það er nefninlega svo frábært við þetta að grunnurinn er svo góður og svo er bara hægt að leika sér með kydderinguna 😀

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here