Arabískur kjúklingaréttur með döðlum og ristuðum möndlum

Aðalréttir Kjúklingur Matur

 

Þessi miðjarðarhafsréttur er skemmtilega öðruvísi og ágætis tilbreyting. Hann er ættaður frá Marókko og er frekar mildur á bragðið og sætur. Hann er afar einfaldur og því auðvelt að henda í hann án þess að hafa of mikið fyrir honum.

Það líkar mér vel.

Ég mæli klárlega með þessum rétti ef ykkur langar að fá öðruvísi bragð í matinn. Hann er langbestur með cous cous og það má alls ekki sleppa ristuðu möndlunum ofan á, því þær gefa réttinum crunchy og skemmtilega áferð.

Til skreytinga nota ég Kóríander en fyrir þá sem vilja má líka setja það út í réttinn sjálfann. Ég hins vegar er ein af þeim sem get bara alls ekki höndlað bragðið af því, en ég las fyrir stuttu að maður þarf að hafa spes gen til að geta borðað kóríander.

Annað hvort elski fólk það eða hatar. Ég er greinilega ein af þeim sem vantar þetta svokallaða kóríander gen. En fyrir ykkur sem elskið það, mæli ég með því að þið notið það í réttinn.

Í uppskriftina þarf.

 • 1 bakka af kjúklingabringum eða úrbeinuðum lærum
 • 1 poka af skarlottulauk
 • 13 döðlur
 • 2 msk hveiti
 • 1/2 dl ólífuolía
 • 1/2 sítrónu
 • 600 ml soðið vatn
 • 1-2 kjúklingateningar
 • 1 tsk túrmerik
 • 1 tsk engiferduft
 • 1/2 msk cumin
 • 1/4 tsk kanil
 • 1/2 tsk kardimommuduft
 • 1/2 bolli möndlur
 • cous cous

Aðferð

 1. Skerið laukinn í 2-3 parta langsum og hitið í olíunni á pönnu. Hafið olíuna lágt stillta til að laukurinn soðni meira heldur en stikni í henni. Saltið og piprið.
 2. Skerið kjúklinginn í gúllasbita og veltið upp úr hveitinu
 3. Bætið honum svo á pönnuna þegar laukurinn hefur mýkst aðeins og er farinn að taka á sig smá lit. Saltið og piprið aftur og setjið öll kryddin yfir.
 4. Þegar kjúklingurinn er farinn að taka á sig smá hvítan lit er 1-2 kjúklingateningur mulinn yfir allt, og soðna vatninu hellt yfir og hrært.
 5. Kreistið safa úr hálfri sítrónu yfir og leyfið að malla í 15-20 mínútur
 6. Á meðan er gott að rista möndlur á pönnu og skera döðlurnar í 2-3 bita
 7. Kælið möndlurnar í pínu stund og setjið í kvörn eða blandara og malið í grófan mulning og setjið til hliðar á disk.
 8. Setjið að lokum döðlurnar út á réttinn og leyfið að malla í 5 mínútur til viðbótar.
 9. Berið fram með cous cous og ristuðu möndlunum. Gott er að setja cous cous neðst á diskinn og setja réttinn svo ofan á það.
 10. Stráið svo möndlunum yfir réttinn og kóríander ef vill.

Eins og þið kannski sjáið er þessi réttur alveg svakalega einfaldur og fljótgerður án þess að það bitni á gæðum og bragði.

Vonandi prufið þið hann og ef svo verði ykkur að góðu

María 

 

2 Comments Write a comment

Please add an author description.

2 Comments

 • Páll June 24, 2018

  1 bakka af kjúklingabringum ?? Er bakki mælieining ? Væri ekki betra að nota mælieiningar sem allir þekkja ?

  • maria June 29, 2018

   Sæll

   Finnst það nú ekki hljóma flókið að nota einn bakka af kjúklingabringum…..en ég skal útskýra það betur. Í einum bakka eru 3-4 kjúklingabringur, vona að sú mælieining dugi þér.

   Þetta er ekki bakstur svo það skiptir ekki máli hvort hlutföll séu upp á mm eða gramm 😉

Leave a Reply

Pin It on Pinterest