Gúrku-myntu jógúrtssósan sem engin stenst

höf: maria

Þessi sósa er bara hreint út sagt dásamleg. Rjómakennd og silkimjúk og passar með svo ótalmörgu.

Indverskum réttum, grilluðum kjúkling, sterkum spicy mat, eintóm með nanbrauði og hún er frábær með lambinu.

Ekki skemmir fyrir að sósan er hollari valkostur sem kemur þó ekki niður á bragðinu, en uppistaðan í henni er grísk jógúrt.

Það tekur enga stund að gera hana en mér finnst alltaf gott að byrja á henni þegar ég elda og leyfa henni að standa í kæli meðan eldað er. Þannig verður hún best.

Krökkunum mínum finnst hún líka svaka góð með flestu svo það er óhætt að segja að engin stenst þessa geggjuðu sósu.

Gúrku-myntu jógúrtssósan sem engin stenst

Þessi sósa er bara hreint út sagt dásamleg. Rjómakennd og silkimjúk og passar með svo ótalmörgu. Indverskum réttum, grilluðum kjúkling, sterkum spicy… Matur Gúrku-myntu jógúrtssósan sem engin stenst European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1/4-1/2 gúrku
  • 1 bolli grísk jógúrt
  • 1/2 tsk Cumin (ekki kúmen eins og kringlum). Alls ekki sleppa gerir svo gott 
  • 1 marið hvítlauksrif
  • 1-2 msk mjög fínt söxuð fersk mynta
  • 2 tsk hlynsíróp eða agave
  • 1 tsk gróft salt

Aðferð

  1. Hrærið út jógúrtina og setjið í hana allt úr uppskriftinni nema gúrku og myntu
  2. Hrærið öllu vel saman
  3. Takið svo rifjárn og rífið gúrkuna með því út í sósuna en passið að gera bara inn að miðju og sleppa kjarnanum, því hann er of blautur
  4. Saxið að síðustu myntuna smátt niður og setjið út í og hrærið vel
  5. Gott að hafa í ísskáp 30-60 mínútur áður en er neytt en ekki nauðsynlegt samt

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here