Fiskréttur flugmannsins

höf: maria

Já nú erum við búin að komast að því hvað flugfreyjur borða í morgunmat svo það var ekki hjá því komist að vita hvað flugmenn elska að borða í kvöldmat.

 Viljum við ekki öll komast að því hvaða matarleyndarmáli þessi fagra starfstétt býr yfir ??

Hér er um að ræða dásamlega uppskrift að asískum fiskrétt sem er bara aðeins of góður.

Uppskriftina fékk ég hjá elskulegri vinkonu minni Rúnu sem er bæði gift flugmanni og á son sem er flugmaður.

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá syni Rúnu og það skil ég mætavel, en hann er akkurat það sem ég var að leitast eftir.

Nýr og skemmtilega öðruvísi með alveg nýju bragði. Hann er í senn ferskur, bragðmilkill og alveg ofboðslega góður.

Hér breytti ég engu nema einu pínulitlu smáatriði sem er að gefa ykkur val um hvort þið notið ferskt kóríander eða vorlauk í staðinn.

Ég bara get alls ekki borðað ferskan kóríander en notaði vorlaukinn og það kom rosalega vel út.

Fiskréttur flugmannsins

Já nú erum við búin að komast að því hvað flugfreyjur borða í morgunmat svo það var ekki hjá því komist að… Matur Fiskréttur flugmannsins European Prenta
Serves: 4-6
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 800 gr lax eða bleikja (ég nota bleikju finnst hún betri)
  • 2 msk matarolía
  • 1 askja sveppir
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 4 cm bútur fersk engiferrót
  • 2 rauð chili-aldin
  • Börkur af 1-2 límónum
  • 1 búnt ferskur Kóríander eða búnt af vorlauk, þá nota ég blöðin efst á honum þar sem er grænast
  • 1 dl ristaðar kasjúhnetur
  • Svartur pipar

Sósan:

  • 1 dl Teriyaki Marinade sósu frá Blue Dragon
  • 1 msk fiskisósa frá Blue Dragon
  • 1 msk matarolía (ólifuolía frá Rapunzel er mjög góð)
  • safi úr 1-2 límónum (ég notaði eina og hálfa)

Aðferð

  1. Þar sem er svo gott að bera þetta fram með hrísgrjónum er best að byrja á að setja þau í pott og sjóða
  2. Hitið svo ofninn á 180-190 C°blástur
  3. Takið svo roðið af fiskinum og leggjið til hliðar meðan þið gerið sósuna góðu, með því að blanda öllum innihaldsefnum hennar saman og hræra með písk
  4. Hellið nú 2 msk matarolíu út á eldfast mót og leggið flökin ofan á, hellið svo eins og 1/3 sósunnar yfir fiskinn og látið standa meðan þið skerið niður grænmetið
  5. Sveppir eru skornir í sneiðar, meðan restin af grænmetinu er gróft saxað m.a hvítlaukurinn. Skerið engiferrótina og chilipiparinn smátt og fræhreinsið piparinn nema ef þið viljið hafa þetta mjög sterkt
  6. Blandið saman öllu grænmetinu í skál og raspið yfir börk úr 2 límónum
  7. Setjið þetta svo allt saman ofan á fiskinn og hellið restinni af sósunni yfir og kryddið vel með svörtum pipar
  8. Setjið inn i heitan ofninn og bakið í 20-25 mínútur
  9. Berið fram með grjónum og kasjúhnetum sem er sáldrað yfir réttinn

Verði ykkur að góðu

knús

María 

Endilega fylgið mér á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here