Einfalt og fljótlegt Tikka Masala

höf: maria

Hver kannast ekki við Toro grýturnar góðu. Ég alla vega var alin upp við að það væri reglulega grýta á boðstólnum á mínu heimili og þá sérstaklega Mexikó grýta.

Nú er heldur betur búið að stækka í Toro grýtu fjölskyldunni en þar er að finna ótal margar frábærar grýtur til að auðvelda matseldina, og gera frábæra og holla máltíð á einfaldan og fljótlegan hátt.

Þó grýturnar séu gerðar úr pakkadufti þarf eigi að óttast um hollustu þeirra því duftið er frostþurrkað, sem þýðir að öll næringarefni ná að halda sér.

Og svo það sem mestu máli skiptir er að þær eru bara svakalega bragðgóðar. Hér í þessari færslu er um geggjaða Tikka Masala grýtu að ræða en vá hvað þetta var frábærlega góð máltíð.

 Með grýtunni bar ég fram heimabakað Naan brauð og geggjaða gúrku-myntu jógúrtsósu sem algjörlega fullkomnaði máltíðina.

Uppskrift af sósunni finnið þið hér og af Naan brauðinu hér.

Einfalt og fljótlegt Tikka Masala

Hver kannast ekki við Toro grýturnar góðu. Ég alla vega var alin upp við að það væri reglulega grýta á boðstólnum á… Aðalréttir Einfalt og fljótlegt Tikka Masala European Prenta
Serves: 4-6
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • Einn pakka af Toro Tikka Masala grýtu
 • 1/2 græna papriku
 • 1/2 dós ananas + safann úr dósinni
 • 4 Kjúklingabringur
 • Kókósmjólk í dós (ekki fituskerta)

Aðferð

 1. Skerið bringurnar í gúllasbita
 2. saxið papríkuna smátt og ananasinn í helminga
 3. Setjið olíu á pönnu og steikið grænu papríkuna þar til hún er mjúk, ekki brúna hana
 4. Setjið svo bringurnar út á pönnuna með papríkunni og saltið smá. Steikið bara þar til þær verða hvítar (ekki steiktar alveg í gegn, verða þá þurar)
 5. Hellið næst duftinu út á og blandið við 4 dl af vatni og 1 dl af ananassafanum úr dósinni og 3,5 dl af kókósmjólkinni
 6. Setjið svo ananasinn út á og látið sjóða í 15-20 mínútur svo kjúllinn verði alveg til, því við steiktum hann ekki í gegn

Berið fram með Naan brauði, grjónum og jógúrtsósu

knús

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd