Dásamlegar heimagerðar beyglur með rjómaosti

höf: maria

Beyglur með rjómaosti er bara eitthvað sem ég elska. Hvað þá heimabakaðar beyglur sem eru bara bestar. Trúið mér þær er ekki mikið mál að gera og eru bara aðeins of góðar.

Að setja svo uppáhaldsáleggið ofan á rjómaostinn færir þetta upp á æðra plan. Uppáhaldið mitt er beygla með Philadelfia graslauksrjómaosti, avocado, spínat, rauðri papríku og reyktum laxi.

Möguleikarnir eru endalausir og hægt er að leika sér með áleggið að vild. Rjómaostur, skinka, tómatar, papríka og gúrka er alltaf ferskt og klasskískt, eða með kjúklingaskinku, eplum og fituminni rjómaosti fyrir þá sem eru að passa línurnar.

Nú er hægt að velja úr fimm tegundum af Philadelfia rjómaosti sem er minn allra uppáhalds. Allir ættu því að geta fundið rjómaost við sitt hæfi.

Philadelfia uppgötvaði ég fyrst þegar ég var fátækur námsmaður á stúdentagörðum fyrir 15 árum síðan. Þá var einungis hægt að fá hann hreinan og svo með hvítlauk sem var í uppáhaldi hjá mér þá.

Ég held  að ég hafi hreinlega borðað hann á hverja einustu samloku sem ég fékk mér á námsárunum.

Philadelfia hefur síðan fylgt mér alla tíð síðan, en ég á nærrum alltaf Philadelfia ost í ísskápnum hjá mér. Hann er hægt að nota í svo margt annað en bara ofan á beyglur eða brauð.

Philafelfia er nefninlega líka hægt að nota í ostakökur, í bakstur og til matargerðar. Ég t.d gratinera oft soðið grænmeti með honum og set hann út í sósur.

En hér ætla ég að gefa ykkur uppskrift af beyglunum dásamlegu sem fara svo ofboðslega vel með Philadelfia rjómasosti og áleggi.

Þið bara verðið að prófa þessar beyglur með Filadelfiaostunum, þið verðið sko ekki svikinn skal ég lofa ykkur. þeir eru bara svo góðir og gera allt betra.

Eins og þið sjáið er úr nógu að velja

Dásamlegar heimagerðar beyglur með rjómaosti

Beyglur með rjómaosti er bara eitthvað sem ég elska. Hvað þá heimabakaðar beyglur sem eru bara bestar. Trúið mér þær er ekki… Bakstur Dásamlegar heimagerðar beyglur með rjómaosti European Prenta
Serves: 8 beyglur
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 1/2 bolli volgt vatn
  • 2 og 3/4 tsk. þurrger (besta að nota Instaferm eða Instant Yeast)
  • 4 bollar hveiti
  • 1 msk. dökkur púðursykur
  • 2 tsk.salt

Vatsnbað:

  • 1800 ml vatn
  • 1/4 bolli hunang
  • Þessu má alls ekki sleppa en þetta er það sem gerir beyglur að beyglum

Fræblanda ofan á:

  • 3 msk. Birkifræ
  • 3 msk. sesamfræ
  • 1 og 1/2  msk. gróft salt
  •  1 eggjahvíta með 1 msk. af vatni hrært saman til að pennsla með

Aðferð

  1. Hrærið saman volgu vatni og geri. Látið standa í 5 mínútur
  2. Setjið saman hveiti, salt og sykur í hrærivélarskál og hrærið með króknum í örlitla stund
  3. Meðan hrærivélin er á meðalhraða bætið þá gerblöndunni út í hægt og rólega þar til hún er öll komin saman við
  4. Lækkið nú hraðan í hægan þar til gerblandan er alveg komið inn í deigið, sem getur virkað smá tætt á þessu stigi, en þannig á það að vera
  5. Þegar það er orðið tætinglsegt hækkið þá hraðann aftur í medium og hnoðið í 8 mínútur stanslaust.
  6. Deigið er mjög stíft og virkar þurrt en alls ekki freistast til að setja meiri vökva í það, það er alveg bannað
  7. Ef deigið brotnar eða dettur í sundur er gott að slökkva á hrærivélinni meðan maður lemur deiginu í botninn á skálinni og heldur svo áfram í þessar 8 mínútur með hnoðarann.
  8. Sejið hveiti á borð og smyrjið skál að innan með olíu eða cooking spreyi
  9. Myndið kúlu úr deiginu á borðinu og nuddið henni svo á kantana á skálinni svo að það komi fita allt um kringum hana leggið ofan í skálina
  10. Setjið stykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í 1 og 1/2  klst eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð
  11. Þegar deigið er búið að hefast lemjið þá allt loft úr því og skiptið í 8 parta.
  12. Setjið bökunarpappír á tvær skúffur og byrjið að móta beyglurnar með því að gera 8 kúlur úr því og stinga svo einum putta í gegnum kúluna
  13. Togið svo gatið út eins breitt og þið viljið hafa það (stærra því betra því það skreppur saman í ofninum). Sækkið það með því að troða öðrum fingri með í gatið og glenna það í sundur
  14. Setjið 4 beyglur á hverja skúffu og breiðið klút yfir þær.
  15. Byrjið svo að undirbúa vatsnbaðið með því að setja vatnið og hungangið í pott og láta byrja að sjóða. Lækkið svo undir þannig vatnið sjóði rétt svo
  16. Hitið ofninn á 210-220 C°blástur og gerið fræblönduna
  17. Setjið svo 2-3 beyglur ofan í vatnsbaðið og sjóðið í 1 mínútu á hverri hlið og veiðið upp úr með spaða og passa að láta allt vatn leka vel af
  18. Raðið nú á plötuna aftur og penslið með eggjahvítuvatnsblöndunni og dífið báðum megin ofan í fræblönduna
  19. Bakið svo 4 beyglur á skúffu í 20-25 mínútur, en gott er að snúa plötunni eftir 12 og hálfa mínútu til að þær bakist allar jafnt
  20. Þær eiga að vera svona dökkgyllinbrúnar á litinn.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here