Marineraðar lambalundir með Bezta kryddinu

höf: maria

Hvað er betra en lambalundir sem bráðna í munni með góðri sósu og meðlæti ?? Jú marineraðar lambalundir með Bezt á lambið kryddinu. Ég gerði fyrst þessa uppskrift um áramótin 2007-2008 og hef gert hana alla tíð síðan svo góð er hún.

Meira að segja matvandasta barnið mitt og jafnframt elsta, elskar þetta og tók þetta fram yfir hamborgarahrygginn ein jólin, þegar bæði var í boði, og þá er mikið sagt.

Þó að hér hafi ég lambalundir, þá hef ég gert þessa marineringu ásamt Bezta kryddinu með t.d. lambabóg, læri og lambalærissneiðum einnig og þetta klikkar aldrei.

Ef maður stendur sig að því að kaupa sama kryddið í meira en 10 ár þá hlýtur það að segja eitthvað um gæði þess. Því get ég ekki annað en mælt með því að þið farið og nælið ykkur í Bezt á lambið kryddið.

Komið hefur í ljós að  kryddið er gott á næstum hvað sem er. Grillaðan humar, grillaðan lax, hamborgara, fisk í ofni, steiktan fisk á pönnu, ommilettu, kjúkling og svo auðvitað á allar gerðir lambakjöts, og má því segja að það sé mjög fjölnota.

Hægt er að gera kaldar sósur með kryddinu, sem tilvalið að bera fram með kjötinu eða nota í bakaðar kartöflur. Þá er hrært saman 1 lítilli dós af  grískri jógúrt, 1 msk hlynsíróp eða annari sætu og  2-3  msk af Bezt á lambið út í.

Marineraðar lambalundir með Bezta kryddinu

Hvað er betra en lambalundir sem bráðna í munni með góðri sósu og meðlæti ?? Jú marineraðar lambalundir með Bezt á lambið… Kjöt Marineraðar lambalundir með Bezta kryddinu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • Lambalundir magn eftir fjölda manns en reikna með 250-300 gr fyrir hverja persónu
 • 1 dl heitt vatn
 • 2 tsk sætt sinnep
 • 3 msk sojasósa
 • 1 1/2 msk púðursykur
 • Bezt á Lambið krydd (ekki sett í marineringuna)

Aðferð

 1. Sjóðið vatnið
 2. Hellið svo öllu saman í  skál (nema kryddinu) og  hrærið vel
 3. Leyfið að kólna aðeins niður og setjið þá lambalundir eða það kjöt sem þið viljið marinera út í
 4. Best er að láta þetta marinerast yfir nótt eða frá morgni til kvölds, ekki styttra en 4 tíma
 5. Þegar elda á lambið takið það þá úr marineringunni og kryddið létt yfir með Bezt á lambið kryddinu
 6. Rúllið lundunum upp og festið þær með tannstöngli.
 7. Steikið þær síðan á pönnu úr ósöltu smjöri (grænar umbúðir) í 2 1/2 mínútur á hvorri hlið.
 8. Setjið að lokum inn í 90°-100 C° heitan ofn (undir yfir hita) í 5-7 mínútur
 9. Hægt er að taka tannstönglana úr áður en lundirnar eru bornar fram því þær haldast upprúllaðar eftir steikinguna.

Punktar

Með því að elda lundirnar með þessum hætti verða þær einstaklega ljúffengar og ótrúlega safaríkar þar sem þær missa minni safa heldur en ef þær eru steiktar með venjulegum hætti.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd