Bragðarefs Pavlova

höf: maria

Hugmyndin af þessari pavlovu fæddist fyrir þessi jól. Þar sem bragðarrefur er mitt allra uppáhald ákvað ég að reyna að koma honum í hátíðarbúning.

Ég ákvað að gera hann í líki spariköku sem myndi vera bæði jólaleg  og minna á uppáhalds bragðarefinn minn. Og ekki er útkoman slæm.

Hockey Pulver, fersk jarðaber, þristur og snickers út í rjómann ! Getur ekki klikkað. Tertuna er einfalt að gera ef hún er látin vera í slökktum ofninum yfir nótt þá lukkast hún pottþétt. 

Flestir vita hvað pavlova er en það er marens sem búið er að bæta í sýru og sterkju svo hann verður mjúkur inn að miðju, nánast eins og sykurpúði, en stökkur og þurr á endunum.

Ekki láta ykkur bregða ef hann er ekki alveg þurr eins og hefðbundin marens,  því þannig á Pavlova akkurat að vera.

Bragðarefs Pavlova

Hugmyndin af þessari pavlovu fæddist fyrir þessi jól. Þar sem bragðarrefur er mitt allra uppáhald ákvað ég að reyna að koma honum… Bakstur Bragðarefs Pavlova European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Pavlova

  • 4 Stórar eggjahvítur
  • 225 gr strásykur
  • 2 tsk Maizena mjöl
  • 1 tsk borðedik

Fylling

  • 350 ml rjómi
  • 40 gr flórsykur
  • 7-10 fersk jarðaber
  • 1/2 tsk. vínsteinslyftiduft eða cream of tartar
  • 2 msk. Hockey Pulver
  • 7 stk litlir þristar
  • 2 stk lítil snickers

Aðferð

Pavola

  1. Hitið ofninn á 175 C° blástur
  2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þið sjáið för eftir pískinn
  3. Byrjið þá að bæta við sykri smátt og smátt meðan þær þeytast
  4. Þegar þær eru alveg að verða stífþeyttar bætið þá Maizena mjöli og ediki út í og blandið vel saman
  5. Stífþeytið það vel að hægt er að hvolfa skálinni án þess að nokkuð hreyfist
  6. Teiknið hring á bökunarpappa um 23-25 cm í þvermál
  7. Fyllið inn í hringinn með eggjahvítunum og myndið svo dæld í miðjunni eða eins og brunn þar sem fyllingin kemur
  8. Lækkið nú ofninn niður í 100 C° stingið inn og bakið í 1 og hálfa klst
  9. Slökkvið svo á ofninum og leyfið botninum að kólna alveg í ofninum, best ef hægt er yfir nótt
  10. Athugið ef pavlovan er sprunginn í botninn bíttar það engu, takið bara það sem fellur af og setjið í sprungurnar áður en hún er fyllt

Samsetning

  1. Best er að setja á pavlovur rétt áður en á að neyta þeirra ólíkt marenstertum svo ekki gera það fyrr
  2. Setjið þá rjómann, flórsykur, vínsteinslyftiduft, Hockey Pulver og 5 stöppuð jarðaber (skorin smátt og stöppuð með gaffli) saman í hrærivélarskál
  3. Byrjið fyrst að þeyta á lágum hraða og bætið svo við hraðann þar til rjóminn er alveg stífþeyttur
  4. Skerið niður þristinn og snickcersið í smáa bita og leggið til hliðar
  5. Skerið niður rest af jarðaberjum mjög smátt
  6. Hrærið svo jarðaberjum, þrist og snickers ofurvarlega saman við rjómann með sleikju
  7. Setjið fyllinguna í brunninn á Pavlovunni eða dældina, eins miklu og þið komið fyrir
  8. Dreifið smá Hockey pulver yfir rjómann og skreytið með fersksum berjum, snickers og þristum

Punktar

Athugið ekki setja á tertuna rjómann fyrr en rétt áður en hún er borin fram ! Eða samdægurs, bara ekki daginn áður.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here