Ofurauðveldir Cinnabon-snúðar

höf: maria

Já þið lásuð sko rétt ofurauðveldir og frábærlega góðir !! Galdurinn er brauðbolludeig frá Toro sem ég ákvað að prufa að nota í Cinnabon. Og viti menn vá hvað það kom vel út.

Karlarnir á heimilinu elska cinnabon aðeins of mikið, en mér hefur alltaf fundist svo leiðinlegt að baka það frá grunni. Hér finnið þið uppskrift af Cinnabon frá grunni sem ég geri, og Raggi segir að sé besta cinnabon í heimi.

En ótrúlegt en satt þá kom þetta Cinnabon svo vel út, að hann sagðist ekki einu sinni hafa þekkt muninn á mínu og þessu, ef ég hefði ekki sagt honum að þetta væri úr pakka.

Það eina sem þarf að gera hér er að bæta við smjörlíki og vatni út í duftið og gera svo fyllingu úr þremur hráefnum. Kremið ofan á er ofureinfalt líka og vitið þið hvað ??

Líka úr pakka frá Toro og vá hvað það er gott !! Ég get alveg sagt ykkur það að þetta er bara of gott og allt of auðvelt að gera.

Það þýðir að nú mun verða mun oftar cinnabon á boðstólnum á þessu heimili sem mun alveg örugglega sjást á mittismáli fjölskyldumeðlima.

Ofurauðveldir Cinnabon-snúðar

Já þið lásuð sko rétt ofurauðveldir og frábærlega góðir !! Galdurinn er brauðbolludeig frá Toro sem ég ákvað að prufa að nota… Bakstur Ofurauðveldir Cinnabon-snúðar European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Snúðar:

  • Einn pakka af Toro Hveteboller
  • 3 dl volgt vatn
  • 50 gr bráðið smjör

Fylling:

  • 75 gr mjúkt smjör eða Ljóma
  • 2 og 1/2 msk kanill
  • 1 bolli púðursykur

Krem ofan á:

  • 1 pakki Toro ostakrem
  • 125 gr rjómaostur
  • 50 gr mjúkt smjör eða Ljóma

Aðferð

  1. Byrjið á að gera deigið
  2. Hellið úr pakkanum í hrærivélarskál og bætið við volgu vatni og bræddu smjöri
  3. Hnoðið alveg þangað til að deigið fer í hringi meðfram skálinni og festist ekki á krókinn, c.a 3-5 mínútur
  4. Setjið í gluggakistu með miðstöðvarofn undir, eða á hlýjan stað, og leyfið að hefast í klukkutíma
  5. Takið næst út rjómaost og smjör og leyfið að standa á borði meðan deigið hefast til að það verði mjúkt
  6. Gerið núna fyllinguna. Best er að mýkja smjörið ögn í örbylgju án þess að bræða það (eins og fimm sekúndur)
  7. Hrærið svo saman púðursykri, smjöri og kanil
  8. Þegar deigið er búið að hefast hitið þá ofninn á 180-190 C°blástur.
  9. Fletjið nú deigið út í þykkan ferning eins og 1-2 cm þykkan og 40 cm langan
  10. Smyrjið næst fyllingunnni á ferninginn og rúllið upp eins og þegar eru gerðir snúðar (ath það er mikil fylling og þannig á það að vera)
  11. Skerið svo hvern snúð í c.a 4 cm þykkan og raðið í eldfast mót og breiðið stykki yfir í eins og 10 mínútur
  12. Bakið svo í ofninum í c.a 15-18 mínútur, eða þar til orðið ljósbrúnt. Passið að baka ekki of dökka.
  13. Meðan Snúðarnir eru í ofninum er gott að gera ostakremið
  14. Þá er duftinu, smjöri og rjómaosti hrært saman þar til orðið kekkjalaust
  15. Takið svo snúðana úr ofninum og smyrjið öllu kreminu á þá heita
  16. Berið svo strax fram meðan þeir eru heitir, það er best
  17. Síðan er gott að hita afganga (ef einhverjir verða) í örbylgjunni

Punktar

 Ef þið viljið gera stóra kanilsnúða eins og á bláa disknum, þá er deigið skorið aðeins þynnra og snúðum raðað á bökunarplötu. Látnir hefast þar undir stykki í 10 mínútur og bakaðir í 15 mínútur á 190 C°hita. Leyfið svo snúðunum að kólna áður en krem er sett á.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here