Eðlu Burrito

höf: maria

-samstarf-

Ég elska eðlu og ég elska burrito. Því ekki þá að sameina þessar dásemdir og gera bara eðlu burrito ?

Hér er ekkert ves á ferðinni og tekur ekki nema nokkrar mínútur að gera.

Fá en góð hráefni en ég notaðist við Mission vörurnar sem eru að mínu mati þær allra bestu í mexíkó matvörum.

Vefjurnar frá Mission eru bara eitthvað annað góðar.

Svo eru þær líka svo þægilegar upp á það að gera að þær halda sér vel og límast saman þannig að það hrinur ekki allt í sundur.

Eðlu burrito er snilld í hádeginu eða bara hvenær sem er dagsins og hægt er að leika sér með hann eins og maður vill.

Hægt er að bæta við avókadó, snakki eða bara hverju sem hugurinn girnist.

Ég ákvað að fara samt bara einföldustu leiðina og hafa hann sem næst upprunalegri eðlu, rjómaostur, salsasósa, ostur nema ég bætti við hakki og gulum baunum.

Einfalt og ofurgott !!

Eðlu Burrito

-samstarf- Ég elska eðlu og ég elska burrito. Því ekki þá að sameina þessar dásemdir og gera bara eðlu burrito ? Hér… Lítið og létt Eðlu Burrito European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 500 gr hakk 
  • 1 krukka Mission chunky salsasósa 
  • 1 dl maísbaunir 
  • 1 pakki Mission vefjur original eða að eigin vali 
  • Philadelphia rjómaostur 
  • rifinn mozzarella ostur 
  • salt og pipar (má líka krydda aukalega með paprikudufti, Cumin og timian þá 1 tsk af hvoru)

Aðferð

  1. Steikjið hakkið á pönnu og kryddið 
  2. Bætið svo salsasósunni og maísbaunum út á, hitið ögn saman og slökkvið undir 
  3. Smyrjið svo rjómaostinum yfir alla vefjuna og dreifið rifnum osti yfir 
  4. Setjið svo vel af hakkinu á miðja vefjuna og rúllið upp 
  5. Hitið svo vefjuna á pönnu þar til mozzarella osturinn er bráðnaður og njótið 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here