-Samstarf-
Smyrjur er eitthvað sem ég elska að nota eins og til að hafa með banana, eplasneiðum eða jafnvel bara ofan á ristað brauð.
Einnig hef ég notað þær í allskyns bakstur í staðinn fyrir smjör og jafnvel sem fyllingu í snúða sem dæmi.
Möguleikarnir eru endalausir en ég hvet ykkur til að prófa, en svona er afar einfalt að gera og tekur ekki langan tíma.
Hér nota ég að sjálfsögðu vörurnar frá MUNA sem eru í senn aðgengilegar sem og á góðu verði fyrir lífænt ræktaðar gæðavörur.
Hér nota ég fá innihaldsefni og ég sæti smyrjuna með döðlum einum og sér sem gerir smyrjuna þéttari í sér og afar bragðgóða.
Hráefni
- 1 poki MUNA möndlur
- 35 gr eða 1 dl Muna kókósmjöl
- 7 stk MUNA döðlur
- 1 tsk gróft salt
- 1 msk MUNA kókósolía lyktar og bragðlaus (má sleppa)
- 1 dós kókósmjólk
Aðferð
- Byrjið á að setja möndlurnar í matvinnsluvél og mala þar til þær eru orðnar að fínu dufti
- Bætið þá kókósmjöli og kókósolíu út í ásamt salti og haldið áfram að mala þar til verður mjög fínt duft
- Klippið þá döðlurnar út á og setjið aftur í gang þar til verður eins og að þykkum massa
- Bætið þá þykka laginu ofan af kókósmjólkinni út á og maukið þar til verður að þykkum massa sem líkist hummus
- Ég notaði svo þunna lagið af kókósmjólkinni til að þynna massan en þið metið hversu þykka þið viljið hafa smyrjuna. Ég notaði næstum alla dósina af kókósmjólkinni og mín smyrja líktis mest þykkum hummus
- Geymist í kæli allt upp í viku til 10 daga
Verði ykkur að góðu
María