Kjúklingabringur með jarðaberjum og BBQ sósu

höf: maria

-Samstarf-

Ég viðurkenni það að ég var á báðum áttum með hvort ég ætti að setja þessa uppskrift inn á vefinn svo framandi er hún. Ég ákvað samt að láta slag standa því ég get alveg lofað að hún mun koma á óvart.

Allavega heyrði ég það mjög oft við matarborðið þegar við vorum að snæða hann, vá hvað þetta kemur á óvart !! Ég hvet ykkur til að prófa, en BBQ sósa og jarðaber fara afar vel saman ásamt meirum kjúklingnum.

Ég notaði BBQ sósu frá Hunts en þær eru komnar í nýjan búning og til í mörgum bragðtegundum. Í þennan rétt notaði ég með Mesquite Molasses.

Kjúklingurinn verður ótrúlega meir og góður í sósunni en réttinn er gott að bera fram með kartöflumús eða frönskum eða cous cous og fersku salati með fetaosti og svörtum ólífum.

Kjúklingabringur með jarðarberjum og BBQ sósu

-Samstarf- Ég viðurkenni það að ég var á báðum áttum með hvort ég ætti að setja þessa uppskrift inn á vefinn svo… Aðalréttir Kjúklingabringur með jarðaberjum og BBQ sósu European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 4 bringur 
  • 1/2 lítill rauðlaukur smátt skorinn
  • 2 msk. ólífuolía 
  • 1 bolli Hunts BBQ sósa 
  • 2 msk. púðursykur
  • 2 msk. balsamikedik
  • 2 msk. hunang 
  • 8-10 stk fersk jarðarber
  • 1 dl rjómi
  • salt og pipar

Aðferð

  1. Byrjið á að hita ofninn á 190 C°blástur 
  2. Skerið svo bringurnar þvert fyrir miðju þannig að úr verði tvær þunnar bringur úr einni
  3. Hitið olíu á pönnu og steikjið bringurnar þar til er komin smá gylling á þær, þurfa ekki að stikna í gegn, saltið þær og piprið
  4. Takið bringurnar af pönnuni og setjið í eldfast mót 
  5. Steikjið svo smátt skorinn laukinn upp úr sömu olíu og kjúklinginn og saltið létt yfir
  6. Hellið svo BBQ sósunni, balsamikedikinu, púðursykrinum og hunanginu út á og lækkið undir 
  7. Leyfið sósunni að þykkna og bætið þá við 1 dl rjóma 
  8. Sjóðið í nokkrar mínútur og hellið svo yfir kjúklinginn í eldfasta mótinu
  9. Stingið í ofn í 25 mínútur
  10. Skerið niður jarðarberin í þunnar skífur 
  11. Þegar rétturinn er til úr ofninum eru jarðaberin sett út á hann heitann og hrært saman við
  12. Berið fram með Kartöflumús eða frönskum eða cous cous og fersku salati

 

Punktar

Ef þið óttist að jarðarberin verði eitthvað leðjuleg ofan í réttinum þá er það alveg óþarfi, ef þau eru sett út í þegar rétturinn kemur úr ofninum verða þau alveg fullkomin.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Kristín April 25, 2024 - 5:33 pm

Sæl María.
Ég vildi bara segja þér að ég hef margoft, í nokkur ár, eldað þennan rétt en aldrei skrifað athugasemd eða þakkað fyrir mig. Geri það hér með, ekki síst þegar ég rak augun í það sem þú skrifaðir efst; að þú hefðir verið á báðum áttum með það hvort þú ættir að setja þessa uppskrift á vefinn vegna þess hve framandi hún er. Ég segi því aftur takk fyrir mig <3
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Eins og ég geri nú mjög oft þá hef ég aðeins aðlagað hann að okkur og hef bætt við beikoni sem ég steiki fyrst og tek svo til hliðar á meðan ég steiki kjúklinginn. Auk þess nota ég kjúklingalæri og aðeins meiri rjóma en uppskriftin segir. Algjört æði enda ætla ég að skella í hann núna á eftir og fagna þar með sumrinu sem byrjar svona sólríkt og fallegt (sumardagurinn fyrsti er í dag).

Svara
maria May 15, 2024 - 6:27 pm

Hæ Kristín

Takk kærlega fyrir falleg skilaboð og mikið þykir mér gaman að heyra og fá svona flott feedback á uppskriftina. Hér með efast ég þá ekki um að það hafi verið rétt að setja hana inn haha og ég ætla klárlega að prófa að gera hann eins og þú gerir 🙂

enn og aftur takk fyrir skilaboðin

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here