Hvað er betra en eitthvað sem bragðast alveg geggjað vel en tekur ekki nema innan við fimm mínútur að gera ? Það eru sko uppskriftir eða hugmyndir að mínu skapi og er þessi hér ein af þeim.
Eins og með svo margar góðar uppkriftir þá varð þessi til alveg óvart. Ég geri oft hvítlauksost sem við algjörlega elskum hér á heimilinu og þið getið fundið uppskrift af hér.
Þann tekur aðeins lengri tíma að gera þó einfaldur sé svo þá ákvað ég að prófa að gera þennan hér sem í alvöru tekur innan við 5 mínútur að gera !!
Það eina sem þarf er dásamlegi silkimjúki Oatly hafrasmurosturinn og svo er bætt við hann þremur hráefnum sem færa hann upp á enn æðra stig.
Að dýfa svo Hummus chips ofan í er bara geggjað combo og ég sver að hér lá heimilisfólkið í þessu þar til það kláraðist upp til agna, bæði ídýfan og snakkið, en bæði er bara svakalega gott.
Engan grunaði að þetta væri gert úr mjólkurlausum hafrasmurosti.
Uppskrift af mjólkurlausum grjónagraut með vanillusósu (Arroz sin Leche)
Þar sem ég elska Oatly vörurnar svo mikið gat ég ekki hætt að malla eitthvað gott úr þeim. Krakkarnir mínir elska grjónagraut og langaði mig að prófa að gera einn sem inniheldur ekki mjólkurvörur.
Mig langar aðeins að minnka hjá þeim mjólkurneysluna og ákvað því að prófa að gera graut með Oatly haframjólk og vanillusósu. Hugmyndin er fengin af spænskum köldum grjónagraut sem kallast Arroz con leche.
Er sá grautur oftast borðaður kaldur með hreinum kanil ofan á, enda grauturinn sjálfur dísætur. Þennan köllum við hins vegar Arroz sin Leche og hann er meira svona spari.
Hann má borða jafnt kaldan eins og búðing eða hrísmjólk, eða heitan eins og venjulegan grjónagraut.
Hráefni
Hvítlauksdýfa
- 1 öskju af Oatly hafrasmurosti
- 1/4-1/2 geiralausan marin hvítlauk (ég notaði hálfan og hún reif í en var svaka góð)
- 1/3 tsk borðsalt (fínt)
- Þurrkuð steinselja eftir smekk
Grautur
- 1,5 bolli grautarhrísgrjón
- 1,5 bolli vatn
- 1,5 tsk salt
- Börk af hálfri appelsínu
- 1 kanilstöng
- 1 ferna Oatly vanillusósa
- 8,5 dl Oatly haframjólk
- 6 msk hrásykur
Aðferð
Hvítlauksdýfa
- Merjið hvítlaukinn
- Hrærið smurostinn upp og bætið hvítlauk, salti og steinselju út í og hrærið vel saman
- Gott að leyfa að standa í eins og 30 mínútur en þarf samt ekki
Grauturinn
- Setjið grjón, vatn, kanilstöng, salt og appelsínubörk í heilu lagi (ekki raspaðann) í pott og látið sjóða þar til vatn er alveg gufað upp
- Bætið þá haframjólkinni og vanillusósunni út á og látið byrja að sjóða
- Passið að hræra vel í án þess að tæta upp appelsínubörkinn því hann þarf að veiða svo upp úr á eftir, passið því að hafa hann heilann allan tímann
- Setjið sykurinn út í
- Leyfið grautnum að sjóða í eins og 30-40 mínútur og hrærið reglulega í á meðan allan tímann
- Þegar grauturinn er til er hann borinn fram með hreinum kanil, ekki kanilsykri því grauturinn sjálfur er mjög sætur
Verði ykkur að góðu
knús
María